Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 37
 samvinnuhreyfingarinnar voru svo framsýnir, að hin upphaflegu markmið, sem þeir settu sam- vinnuhreyfingunni, halda fullu gildi sínu enn þann dag í dag, en við teljum mjög eðlilegt að skil- greina betur stefnuna og starf- semina á hinum ýmsu sviðum með því að gefa út sérstaka stefnuskrá. Það er ætlun okkar, að stefnu- skráin verði gefin út á 100 ára af- mæli samvinnuhreyfingarinnar á árinu 1982, en fram til þess tíma verður stefnuskráin til umræðu og í mótun hjá félagsfólkinu í kaupfé- lögunum. Stefnuskráin verður þannig til umræðu á deildarfund- um kaupfélaganna í vetur og einnig verður stofnað til sérstakra umræðuhópa í kaupfélögunum. Með þessu móti viljum við vinna að því, að félagsfólkiö sjálft móti stefnuskrána, þannig að hún megi sem allra best endurspegla þarfir þessog óskir. Hvaða þættireru það í starfsemi Sambandsins, sem skila bestum arði og hverjir eru mestir vand- ræðaþættirnir? Það er erfitt að gera þessari spurningu nokkur viðhlítandi skil, því hlutirnir breytast svo fljótt i okkar síbreytilega þjóðfélagi. Þær starfsgreinar, sem ganga vel í ár, geta verið reknar með tapi á næsta ári og svo öfugt. Almennt vil ég hins vegar segja það, að rekstrarafkoman í hinum ýmsu starfsgreinum Sambandsins end- urspeglar fyrst og fremst þau skil- yrói, sem þjóðfélagið býr hinum ýmsu starfsgreinum. Afleiðingar veröbólgunnar setja mjög svip sinn á rekstur okkar og hávaxta- stefnan leggst með sívaxandi þunga á marga þætti starfseminn- ar, þannig að hún getur hugsan- lega sligast áður en langt um líður undan vaxtabyrðinni. Samvinnufélögin eru næsta einráð í verslun og vinnslu land- búnaðarafurða, þ.e. nautgripa- og sauðfjárafurða. Verslun og vinnsla svína- og hænsnaafurða er hins vegar nær alfarið í hönd- um einstaklinga. Hefur sam- vinnuhreyfíngin vanmetið mark- aðsgildi þessarar framleiðslu eða er þetta tengt neikvæðri afstöðu samtaka bænda til þessara bú- greina? Ég veit ekki um það, hvort bændur almennt hafi neikvæða afstöðu til framleiðslu á hænsna- og svínaafurðum. Sé það svo, á þaö engan þátt í því, að sam- vinnuhreyfingin hefur ekki tengst meir en raun ber vitni framleiðslu þessara afurða. Bændurnir. sem eru ein megin uppistaða sam- vinnuhreyfingarinnar, hafa beitt hreyfingunni til vinnslu og sölu á „ Vorum komnir á lokastig í samn- ingum um 5% grunnkaups- hœkkun þegar aðrir vinnuveít- endur komu inn í myndina og samið varum 10-11%" nautgripa- og saurfjárafurðum, enda er mjög traust og gott skipu- lag á þeim málum. Framleiðendur hænsna- og svínaafurða hafa hins vegar ekki séð sér henta að koma samvinnuskipulagi á vinnslu og sölu sinna afurða og afleiðingin er svo sú, að sölumál þeirra eru alls ekki í nægjanlega traustum far- vegi, þannig að ýmist ber á skorti eða offramboði, sérstaklega að því er varðar hænsnaafurðir, og fram- leiðendum hættir þá til að níða skóinn hver niöur af öðrum með undirboðum og taprekstri, sem engum þjónar þegar til lengdar lætur. [ framtíðinni teldi ég per- sónulega mjög eðlilegt, að sam- vinnuhreyfingin tengdist meira vinnslu og sölu svína- og hænsnaafurða og þá jafnvel, að kaupfélögin eða Sambandið tækju þátt í því með einstaklingum að byggja upp stærri reksturseining- ar íþessum greinum. Nú hefur í vaxandi mæli verið farið inn á þá braut að ráða í stjórnunarstörf innan Sambands- ingu á sviði viðskipta og hafa fremur verið tengdir einkarekstri en samvinnurekstri. Telur þú að þetta sé varhugaverð þróun sem gæti orðið til þess að Sambandið fórnaði hugsjónum sínum í vax- andi mæli fyrir viðskiptahags- muni? Hinn fjölþætti rekstur sam- vinnuhreyfingarinnar hefur í vax- andi mæli þörf fyrir sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum. Samvinnu- hreyfingin hefur reyndar frá upp- hafi gert sér Ijósa þörfina fyrir góða menntun starfsfólksins og hefur í því sambandi rekið sér- stakan samvinnuskóla í marga áratugi. Samvinnuhreyfingin hefur einnig viðurkennt þörfina fyrir aukna sérmenntun m.a. með því að stofna sérstaka framhaldsdeild við Samvinnuskólann, sem út- skrifar stúdenta, en þar með er búið að opna nemendum Sam- vinnuskólans braut til Háskólans. Að því er ég best veit, stunda nú a.m.k. 6 Samvinnuskólamenn nám í Viðskiptadeild Háskólans og vonandi koma sem flestir þeirra til starfa í samvinnuhreyfingunni í framtíðinni. Ég held að þetta sé mjög jákvæð þróun og um leið tel ég það mjög jákvætt fyrir sam- vinnuhreyfinguna að fá til starfa öfluga og vel menntaða unga menn, sem hafa óðlast vissa reynslu á öðrum sviðum, hvort sem það er í einkarekstri eða opinberum rekstri. Reynslan sýnir, að þeir tileinka sér mjög fljótlega hugsjónir samvinnumanna og við leggjum jú mikla áherslu á það, að í starfsmannahópi okkar fari sam- an hugsjónir, reynsla og sérþekk- ing. Hvert er hlutverk stjórnar Sam- bandsins og þá stjórnarfor- manns? Hlutverk Sambandsstjórnar er mjög hefðbundið miðað við stjórnir annarra fyrirtækja í land- inu. Hún fer með æðsta vald í málefnum Sambandsins milli aðalfunda og er stefnumótandi í öllum rekstri þess. Hún tekur allar meiriháttar ákvarðanir um fram- kvæmdir Sambandsins, t.d. um fjárfestingar. Hún fylgist með rekstri Sambandsins í höfuðatrið- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.