Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 83
Hversvegna kaupa menn listaverk?
Af ást á list eða peningum?
Ef til vill er það merki um hversu listelskir vió íslendingar erum hversu margar mál-
verkasýningar eru haldnar hér á landi. Vafalaust hefur enginn tekið saman hvað rpargar
þaer eru á ári hverju, en þær skipta tugum og jafnvel hundruðum, ef allt er talið. Það
merkilega við þær er það, að nær undantekningarlaust selst meirihluti myndanna.
Eins og geta má nærri er myndlistin í meira lagi misjöfn. Um er að ræða allt frá meiri
háttar snillingum í fólk, sem hefur farið í veturlangt námskeið og málar eða teiknar
myndir, sem minna á myndskreytingar í dönsku blöðunum. Allt þetta selst.
Verslun með málverk fer fram með ýmsu móti. Það sem mest ber á eru málverkasýn-
ingar, en mikið er verslaó með myndlist á annan hátt. Algengt er að fólk fari heim til
málara og versli við hann þar og vinsælustu málarar þurfa ekki að sýna opinberlega. Slík
viðskipti hafa ýmsa kosti, svo sem þann, að skattayfirvöld komast ekki á snoöir um tekjur
málarans og fjármuni kaupandans og geta illa gengið eftir söluskatti. Þá eru í Reykjavík
tvær verslanir með listmuni og málverk. Listmunahúsið á Lækjartorgi, sem Knútur Bruun
rekur og Klausturhólar á Laugavegi, sem Guðmundur Axelsson rekur og á Akureyri
verslar Óli G. Jóhannsson með málverk.
En hvers vegna kaupa menn málverk? Ein ástæða, sem verður sífellt algengari, er að
kaupa málverk til gjafa á stórafmælum, bæði til einstaklinga og stofnana eða fyrirtækja.
Það getur vissulega verið hefndargjöf, þar sem smekkur allra fer ekki saman, en venju-
lega verða menn að hengja slíkar gjafir upp, til að særa ekki gefendur.
Flestir einstaklingar kaupa málverk einfaldlega til að hengja þau upp heima hjá sér, en
aðrir kaupa málverk til að safna þeim.
Safnarar hafa tvennskonartilgang. Annars vegar eru þeir, sem safna verkum einstakra
málara, eða verkum frá tilteknu tímabili og hinsvegar þeir sem kaupa málverk sem
fjárfestingu. Knútur Bruun segir: „Sumir hafa takmarkaða þekkingu á málaralist og
kaupa þá eingöngu verk eftir þekkta málara, en aðrir eru fagurkerar, sem safna skipu-
lega og vilja ekki nema viss verk eftir hvern málara."
En eru málverk fjárfesting? Það á aðallega við um verk eldri, viðurkenndra málara, að
sögn Knúts, og þá fyrst og fremst ef menn kunna að velja verkin. Hæsta salan sem hann
veit um í seinni tíð var frábært Kjarvalsmálverk, sem seldist á tíu milljónir króna.
Erfitt er aö fá menn til að svara hverjir séu dýrustu málararnir. Þó mun ekki fjarri lagi að
nefna efsta þá Kjarval, Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson. Fast á eftir koma Gunn-
83