Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 63

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 63
Öl- og gosdrykkja framleiðsla Sanitas. „Það er varla merkjan- legur bragðmunur á Pepsí og Kóki, pað er annað sem ræður pví hvora tegundina fólk velur. “ Endurskipulagning fyrir- tækisins ,,Nú, við byrjuðum á þv( að endurskipuleggja fyrirtækið frá grunni. Snemma árs 1979 sam- einuðumst við Sana h/f á Akureyri og nokkru síðar Polaris h/f. Þetta styrkti mjög fjárhagslega stöðu Sanitas og auðveldaði verulega dreifingu framleiðslu okkar. Við réðum mikið af nýju starfsfólki og lögðum í miklar fjárfestingar í verksmiðjunni til að bæta aðstöðu okkar." Aukið vöruval ,,Stefna okkar er sú að framleiða allar tegundir af öli og gosdrykkj- um, sem fólk notar helzt. Við framleiðum því nú 10 tegundir drykkjarfanga. Af nýbreytni nægir að nefna sykurlaust Pepsí, sem líkað hefur mjög vel, Sódavatn, Ginger-Ale (engiferöl)og Mix. Ekki má gleyma Sanitas Pilsnernum, sem bókstaflega hefur verið rifinn út. Því má skjóta hér inn að með þessari þjórframleiðslu okkar höf- um við gert okkur klára í bjórslag- inn ef leyfð verður sala á sterkum bjór hér á landi. Þá höfum við lagt áherzlu á þægilegar og fallegar umbúðir. Við erum að setja nýja stærð af Pepsíflöskum á markað- inn. Það er 35 cl. flaska, sem við bindum miklar vonir við. Þess má geta að Pepsídrykkurinn okkar er nú búinn að ganga í gegnum mik- inn hreinsunareld. Útkoman er að okkar mati mun betri drykkur. ís- „Góður árangur okkar í samkeppninni byggist á pví að við vitum hvað við erum að gera og kvikum ekki frá markmiðum okkar. “ lenzka vatnið er það gott að við þurfum ekki eins mikið af sykri og öðrum bragðefnum og notuð eru víðast erlendis. Auk þess er meira gos í Pepsíinu nú en áður var." Smásalarnir ,,Við höfum lagt kapp á að ná góðu persónulegu sambandi við þá sem selja vörur okkar og reynt að fullnægja þörfum þeirra eftir mætti. Fyrsta boðorðið er auðvitað að vörurnar okkar séu alltaf til á boðstólum. í þessu skyni höfum við endurnýjað alla útkeyrslubíla okkar og keypt gríðarlegt magn af glerjum. Við höfum reynt að veita kaupmönnum hagstæða greiðslu- skilmála og aöstoðað við útvegun 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.