Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 70

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 70
„Góðir flugstjórar, þetta er farþeginn, sem talar!” Airline Passengers Association, samtök flugfarþega, birtu nýlega niðurstöður síðustu könnunar sinnar á þjónustu stóru flugfélaganna. Jón Björgvinsson fjall- ar hér um það, sem könnunin leiddi í Ijós og nokkur atriði önnur varðandi flugsamgöngur nútímans. — Alltaf er þaö nú góð tilfinning aö sitja hérna og bíöa eftir útkallinu. Kannist þiö ekki viö hana? Sþyr Róbert Arnfinnsson í Flugleiöaauglýsingunni og rennir niöur bjórnum á flugstöðvar- barnum á Keflavíkurflugvelli. — Fríiö byrjaö og stressið að baki. Þetta er sko lífiö. Nú skal maður aldeilis slaþpa af. Ekki kannast ég við góöu tilfinning- una hans Róberts. Kannski stafar þaö bara af einhverri dæmalausri óheþpni, en óþægilega oft finnst mér ég sitja í einhverjum brottfararsalnum og sjá heilu klukkustundirnar og heilu bjór- kassana líða hjá áöur en að útkalli því kemur, sem beðið er eftir. Róbert er að því leyti vel í sveit settur, aö hann er ekki nema hálftíma aö aka heim til sín ef biöin dregst á langinn. Á fjarlægari stööum yrði hann að notast viö harðan flugstöövarbekkinn eöa ókunnugt flugvallahótelið. Fyrir þá, sem mikiö þurfa að fljúga landa á milli, er stressiö fyrst aö baki og fríið byrjaö, þegar farangurinn hefur verið endurheimtur allur og óskemmd- ur á hinum endanum. Fyrir Róbert er þaö ,,sko lífið" en fyrir hina, sem mikið feröast óhjákvæmilegur fylgifiskur hraðans aö vakna á ókristilegum tíma, hlaupa klifjaöur fram og aftur um há- værar, sveittar og mengaðar flug- stöðvar, binda síðan lappirnar í hnút, éta plastmat við undirleik fleiri þúsund hestafla vélargnýs og reyna aö láta klukkustundirnar líöa. Þrátt fyrir þessa annmarka hafa önnur samgöngutæki ekki staðist flug- 70

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.