Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 88

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 88
Hún Asdís Hallmarsdóttir notar Shellvörur daglega án hafa hugmynd umþað! Talsvert meira en bara bensin Hún Ásdís veit auðvitað ýmislegt um Shell. Hún kaupir bensín og olíur á bílinn sinn á Shell-stöðvunum. Svo kaupir hún líka olíu til húshitunar. Hún veit meira að segja, að hráefnin í olíumálningunni, sem hún notaði á eldhúsið sitt í fyrra eru mörg frá Shell. En Shell vörumerkið táknar ekki einungis bensín og olíur. Shell framleiðir margskonar efni til iðnaðar, t.d. plastiðnaðar. Þess vegna hefur hún Ásdís, eins og svo margir fleiri, ekki hugmynd um að einangrunar- plöturnar í húsinu hennar eru framleiddar úr hráefnum frá Shell. Ýmsir nauðsynjahlutir heima fyrir eru - bæði beint og óbeint - framleiddir úrShell efnum. Burðarpokarnir, sem hún fær hjá kaup- manninum sínum, eru líka úr Shell efnum, að ógleymdum ruslapokunum, nestispokunum og brauðpokunum, sem hún notar utan um matinn í ísskápnum og svo mætti lengi telja. En auðvitað veit hún Asdís, að Olíufélagið Skeljungur h/f er umboðs- aðilinn, sem útvegar allar Shell-vörurnar. Olíufélagið Skeljungur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.