Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 6

Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 6
STIKLAO Á STQRU Stækkun á Hótel KEA í nýlegri fréttatilkynningu um aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga kemur fram að fyrirhuguð er stækkun á Hótel KEA Akureyri. Finnst ýmsum sem tími sé til þess kominn, þar sem mikill skortur hefur verið á hótei- rými á Akureyri um nokkurt skeið. Ekki er þó von til að framkvæmdir hefjist á þessu ári, þar sem ekki hefur enn verið gengið frá teikningu á fyrirhugaðri stækkun. Ætl- unin mun vera að byggja of- an á núverandi hótelbygg- ingu, eina eöa tvær hæðir, en auk þess stendur til að taka tvær neðri hæðir brauðgerðar KEA, sem er , L m fi lijfe É||l«í næsta hús, undir hótelið. herbergjafjöldi Hótels KEA Aður höfðu tvær efri hæð- liðlega tvöfaldast, eða auk- irnarverið nýttaraf hótelinu. ast úr 28 herbergjum nú, í Við þessar breytingar mun 58—60herbergi. Hagnaður hjá Reykjavíkur- höfn A síðasta ári var nokkur hagnaður af rekstri Fteykja- víkurhafnar þrátt fyrir að heildarskipakomum í höfn- ina hafi fækkað frá fyrra ári. Beinar rekstrartekjur á árinu námu 33.4 millj. kr. og er það 55,9% hækkun frá árinu áður. Bein rekstrargjöld voru 18,6 millj. kr. og hækk- uðu þau um 52,3%. Afskriftir voru 13,9 millj. kr. Aðrar Tvö ný skip hjá Eimskip Um þessar mundir er Eim- skip að taka við hinu fyrra af tveimur nýjum skipum sem félagið hefur tekið á leigu. Eimskip fær skipin afhent beint úr skipasmíðastöð á Spáni þar sem þau eru byggð. Fyrra skipið ber nafnið Santiago og hefur það erlenda áhöfn og er leigt til 12 mánaða í senn. Seinna skipið er hins vegar leigt til þriggja ára og mun það skipað íslenskri áhöfn. Það mun heita Bakkafoss. Eimskip getur framlengt leiguna á báðum skipunum í allt að sex árum og hefur einnig heimild til að kaupa skipin á þessu tímabili. Skipin munu koma i stað Mare Garant og Junior Lotte sem Eimskip hefur haft á leigu, og munu þau einkum vera í Ameríkusiglingum, þau geta flutt 235 gáma sem hver er 20 fet. Eru það held- ur færri gámar en komast í ekjuskipin Alafoss og Eyrar- foss sem hvort um sig tekur um 300 slíka gáma. Hins vegar geta þessi skip öll borið svipaðan þunga. Nýju skipin eru ekki svokölluð Ekjuskip, heldur eru gám- arnir hífðir um borð og settir á sérstakar brautir sem bæði gera þá stöðugri og einnig auðvelda mjög lestun og losun. Ferðahandbókin komin út Bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur hefur í samvinnu við Ferðamálaráð, gefið út Ferðahandbókina. Eru liðin 10 ár síðan bókin kom út síðast hjá Erni og Örlygi, og er nú allur texti bókarinnar bæði á íslensku og ensku. Bókin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum eru alhliða upplýsingar fyrir ferða- menn, og er þar leitast við að svara ýmsum almennum spurningum ferðalanga. ( síðari hlutanum er að finna kynningu á öllum kaupstöð- um og kauptúnum. Þar er fjallað stuttlega um sögu hvers staðar og vakin at- hygli á því markverðasta sem þar er að sjá. Einnig eru upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á hverjum stað. Ritstjóri bókarinnar er Birna G. Bjarnleifsdóttir. Bókin er prentuðí 35000 eintökum og mun hún liggja frammi á hótelum og öðrum stöðum sem samskipti eiga við ferðamenn. Einnig verður henni dreift erlendis, m.a. hjá sendiráðum fslands og á söluskrifstofum Flugleiða. 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.