Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 8
I FRETTUNUM
Nýtt
útflutnings-
fyrirtæki
Islenska
Markadsverslunin hf
I desember á síðasta ári var í
Reykjavík stofnað hlutafé-
lagið íslenska Markaðs-
verslunin. Fyrirtækið opnaði
síðan skrifstofu aö Skúla-
túni 4 í apríl sl. í frétta-
tilkynningu frá fyrirtæk-
inu segir að það muni
beita sér fyrir auknum út-
flutningi íslenskra fram-
leiðsluvara og aukinni
markaðshlutdeild þeirra á
heimsmarkaði. Félagið
hyggst ná markmiðum sin-
um með nýstárlegum sölu-
aðferðum og víðtækri kynn-
ingarstarfsemi. [ stuttu
spjalli við Frjálsa Verslun
sagði Árni M. Jensson
stjórnarformaður hins nýja
fyrirtækis, að ýmislegt væri
á prjónunum. Til að mynda
mun (MV, eins og fyrirtækið
er skammstafað, vera með
sýningarbás á alþjóðlegri
vörusýningu matvælafram-
leiðenda sem haldin verður í
París í haust. Þar mun [MV
sýna og selja íslenskar
framleiðsluvörur, annað
hvort í umboði framleiðslu-
fyrirtækjanna, eða þá að
einstök fyrirtæki fái aðstöð á
sýningarsvæði ÍMV. Síðast
komu um 220.000 manns á
þessa sýningu og er þetta
því tilvalið tækifæri til að
kynna íslenska framleiðslu.
Einnig hefur (MV í bígerð að
setja á stofn póstverslun er-
lendis með íslenskar fram-
leiðsluvörur. Hyggst fyrir-
tækið dreifa þar al-íslensk-
um pöntunarlista og senda
síöan vörurnar beint til
kaupenda gegn póstkröfu
eða bankakröfu. Ekki mun
fyrirtækið þó eingöngu vera
með útflutning, því (MV hef-
ur fengið einka-umboð á (s-
landi fyrir hinar þýsku
Grandos matvörur, og hefur
þegar hafið innflutning á
þeim.
Sverrir
Norland
A síðasta aðalfundi Versl-
unarbanka fslands sem
haldin var í Mars sl. var
Sverrir Norland forstjóri
Smith & Norland kjörinn
formaður bankaráðs til
næstu tveggja ára. Sverrir
er fæddur 8. janúar 1927.
Hann lauk prófi í rafmagns-
verkfræði frá Massachusset
Institute of Technology árið
1950. Fyrstu fjögur árin
starfaði hann hjá Landssím-
anum við verkfræðistörf. en
réðst síðan til Paul Smith
Arið 1956 geröist Sverrir
meðeigandi og var fyrirtæk-
inu þá breytt í hlutafélagið
Smith og Norland. Sverrir
varð þá framkvæmdastjóri
og hefur verið það síðan.
Sverrir hefur starfað mikið
að félagsmálum og hefur
hann setið í stjórnum fjöl-
margra félaga kaupmanna
og verkfræðinga. ( banka-
ráði Verslunarbankans hef-
ur Sverrir átt sæti í alls 6 ár,
þar af 4 ár sem aðalmaður
og 2 ár sem varamaður.
Sverrir er giftur Margréti
Norland og eiga þau þrjú
uppkomin börn.
Konur
kaupfélags-
stjórar
Til skamms tíma hafði að-
eins ein kona gegnt starfi
kaupfélagsstjóra hjá Sam-
bandskaupfélögunum og er
það Sigrún Magnúsdóttir
hjá Kaupfélagi Bitrufirðinga.
Nú verður hins vegar nokkur
breyting þar á, því um þess-
ar mundir eru tvær konur að
taka við störfum kaupfé-
lagsstjóra. Hinn 11. júní sl.
tók Jörgína Jónsdóttir við
starfi kaupfélagsstjóra hjá
Kaupfélagi Tálknfirðinga,
Sveinseyri. Jörgína er 26
ára einstæð móðir úr
Reykjavík, er meira að segja
alin upp við Laugaveginn.
Jörgína starfaði sem gjald-
keri og bókari hjá kaupfé-
laginu um þriggja mánaða
skeið, áður en hún gerðist
kaupfélagsstjóri. [ stuttu
spjalli við Frjálsa Verslun
sagði Jörgína að starfið
væri aðallega fólgið í því að
annast verslun kaupfélags-
ins, en kaupfélagið er að
mestu hætt annari starf-
semi. Aðspurð um hag
kaupfélagsins sagöi Jörgína
að staða þess væri heldur
bágborin um þessar mundir
og myndi það verða helsta
verkefni hennar að reyna að
bæta reksturinn. [ Kaupfé-
lagi Tálknfirðinga eru 87 fé-
lagsmenn og starfa 7 manns
hjá félaginu árið um kring.
Um mánaðamótin júní-júlí
tók Kristrún M. Waage við
stöðu kaupfélagsstjóra við
Kaupfélag Hvammsfjarðar í
Búðardal. Kristrún er Sam-
vinnuskólagengin og hefur
unnið ýmis störf, m.a. hjá
Sambandinu og Kaupfélagi
Hvammsfjarðar. Hið nýja
starf Kristrúnar er mjög yfir-
gripsmikið, enda er kaupfé-
lagið með viðamikinn rekst-
ur. Auk þess að vera með
alhliða verslun, rekur kaup-
félagið bíla- og búvélaverk-
8