Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 24
Afleiðingin er sú að starfsmenn
leggja einnig undir bíla sína flest
almennu stæðin þar sem ekki er
gjaldtaka. Samt verða flestir að
leggja tiltölulega langt frá vinnu-
stað sínum og margir hafa alveg
gefist upp á að aka til vinnu.
Eins og áður sagði eru um 360
merkt einkastæði í Kvosinni, en
það er rúmur þriðjungur allra bíla-
stæða á svæðinu. Mörg þessara
stæða eru merkt ákveðnum bif-
reiðum og má þá ekki leggja öðr-
um bifreiðum í þau. Viö athugun
hefur komið í Ijós að nýting þess-
ara bílastæða er mun lakari en al-
mennu stæðanna. Á þaki toll-
stöðvarhússins eru t.d. 108 merkt
einkastæði og á annasamasta
klukkutímanum er nýting þeirra
aðeins 71%. Á sama tíma er nýting
almennu bifreiðastæðanna í ná-
grenninu um 119%. Yfir 100% nýt-
ing þýðir að öll stæðin eru notuð,
en auk þess er bílum lagt ólöglega.
Hvernig má
fjölga bifreiðastæðum?
Skorturinn á bílastæðum í mið-
bænum er sívaxandi vandamál. Á-
stæðan er þó ekki sú að bílastæð-
um fari fækkandi, heldur frekar
það að bílaumferð eykst stöðugt.
Mörg ný bílastæði hafa myndast á
undanförnum árum, einkum á lóð-
um horfinna húsa. Gallinn er hins
vegar sá að mörg bílastæðanna
eru mjög óhentug, m.a. vegna
staðsetningar. T.d. þurfa menn að
aka um Pósthússtræti og Austur-
stræti til að komast inn á bíla-
stæðið á Hallærisplaninu. Sam-
kvæmt fyrrnefndri könnun Gunn-
ars I. Ragnarssonar koma 426 bíl-
ar inn á það stæði milli kl.9 og 17,
426 bílar sem e.t.v. þyrftu annars
ekki að aka um þessar götur. Fleiri
bifreiðastæði hafa óhentuga staö-
setningu í þessu tilliti, t.d. bif-
reiðastæðið á horni Vesturgötu og
Garðastrætis. Einnig á horni Tún-
götu og Aðalstrætis.
Á miðbæjarráðstefnu Verslun-
arráðsins hélt Þórarinn Hjaltason,
verkfræðingur erindi um umferð-
ar- og bifreiðastæðismál í mið-
bænum. Lagði hann áherslu á
hvernig staðsetning bifreiðastæða
gæti verið umferðarvaldandi og
því þyrfti að staðsetja framtíðar-
bifreiðastæði með það í huga.
Þórarinn tók undir tillögur um að
reist yröi bifreiðageymsluhús á
hluta af lóð Hafskips á mótum
Tryggvagötu og Kalkofnsvegar.
Það væri í útjaðri Kvosarinnar og
vel staðsett fyrir umferð sem kem-
ur eftir Sætúni og Skúlagötu. Þór-
arinn sagði að slík bifreiðageymsla
gæti rúmað 1000 til 1500 bifreiða-
stæði og myndi kostnaður á hvert
stæði vera um 6—7.000 kr. á ári og
er þá tekið inn í dæmið hátt lóðar-
verð, skattar og önnur gjöld.
Myndi þá leigugjald almennu
stæðanna vera um 5 kr. á klst.
Aðrar hugmyndir hafa komið fram
til lausnar á bifreiðastæðisvand-
anum í miðbæ Reykjavíkur. Má þar
helst nefna bifreiðageymslu við
Vitatorg sem þjóna mundi Lauga-
veginum og bifreiðageymslu á
horni Garðastrætis og Vesturgötu.
Einnig hafa komið fram hugmyndir
um bifreiðastæði í Vatnsmýrinni
og síðan yrðu ókeypis ferðir þaðan
í miðbæinn. En hvað segja hags-
munaaöilarnir sjálfir? F.V. fór á
fund nokkurra, sem hagsmuna
eiga að gæta, eða áhuga hafa á
framtíðarskipulagi miðbæjarins.
F.V. —Hvers vegna allur þessi áhugi
á miðbænum, Kristinn?
— Það ríkir sérstakur andi í
miðbænum. Þennan anda skynja
t.d. krakkarnir á Hallærisplaninu
vel og að því leyti er það ánægju-
legt að þau skuli safnast þar sam-
an. Það eru ekki úthverfin eða
svefnbæirnir í kring sem gera
Reykjavík að Reykjavík, heldur
miðbærinn og sá andi sem þar
ríkir.
F.V. — En hver eru að þinu mati
helstu vandamál sem við er að etja í
sambandi við málefni miðbæjarins?
— Vandamálin eru mörg og
margvísleg. Þó er það líklega al-
varlegast hvað allur fyrirtækja-
rekstur er þungur og erfiður í mið-
bænum. Það eru ekki nema örfá
fyrirtæki sem virkilega geta borið
þann gígantíska kostnað sem er
því samfara að leigja eða reka þar
húsnæði. Skortur á bílastæðum er
einnig mikið vandamál og hefur
verið lengi. Það hvíla líka ýmsar
kvaöir og óeðlileg höft á fyrirtækj-
um, eins og t.d. opnunartíminn og
vínveitingalöggjöfin, sem standa í
vegi fyrir því að hægt sé að auka
lífið í miðbænum, sérstaklega á
kvöldin.
Kristinn Ragnarsson:
„Auka þarf líf í miðbænum”
24