Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 24
Afleiðingin er sú að starfsmenn leggja einnig undir bíla sína flest almennu stæðin þar sem ekki er gjaldtaka. Samt verða flestir að leggja tiltölulega langt frá vinnu- stað sínum og margir hafa alveg gefist upp á að aka til vinnu. Eins og áður sagði eru um 360 merkt einkastæði í Kvosinni, en það er rúmur þriðjungur allra bíla- stæða á svæðinu. Mörg þessara stæða eru merkt ákveðnum bif- reiðum og má þá ekki leggja öðr- um bifreiðum í þau. Viö athugun hefur komið í Ijós að nýting þess- ara bílastæða er mun lakari en al- mennu stæðanna. Á þaki toll- stöðvarhússins eru t.d. 108 merkt einkastæði og á annasamasta klukkutímanum er nýting þeirra aðeins 71%. Á sama tíma er nýting almennu bifreiðastæðanna í ná- grenninu um 119%. Yfir 100% nýt- ing þýðir að öll stæðin eru notuð, en auk þess er bílum lagt ólöglega. Hvernig má fjölga bifreiðastæðum? Skorturinn á bílastæðum í mið- bænum er sívaxandi vandamál. Á- stæðan er þó ekki sú að bílastæð- um fari fækkandi, heldur frekar það að bílaumferð eykst stöðugt. Mörg ný bílastæði hafa myndast á undanförnum árum, einkum á lóð- um horfinna húsa. Gallinn er hins vegar sá að mörg bílastæðanna eru mjög óhentug, m.a. vegna staðsetningar. T.d. þurfa menn að aka um Pósthússtræti og Austur- stræti til að komast inn á bíla- stæðið á Hallærisplaninu. Sam- kvæmt fyrrnefndri könnun Gunn- ars I. Ragnarssonar koma 426 bíl- ar inn á það stæði milli kl.9 og 17, 426 bílar sem e.t.v. þyrftu annars ekki að aka um þessar götur. Fleiri bifreiðastæði hafa óhentuga staö- setningu í þessu tilliti, t.d. bif- reiðastæðið á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Einnig á horni Tún- götu og Aðalstrætis. Á miðbæjarráðstefnu Verslun- arráðsins hélt Þórarinn Hjaltason, verkfræðingur erindi um umferð- ar- og bifreiðastæðismál í mið- bænum. Lagði hann áherslu á hvernig staðsetning bifreiðastæða gæti verið umferðarvaldandi og því þyrfti að staðsetja framtíðar- bifreiðastæði með það í huga. Þórarinn tók undir tillögur um að reist yröi bifreiðageymsluhús á hluta af lóð Hafskips á mótum Tryggvagötu og Kalkofnsvegar. Það væri í útjaðri Kvosarinnar og vel staðsett fyrir umferð sem kem- ur eftir Sætúni og Skúlagötu. Þór- arinn sagði að slík bifreiðageymsla gæti rúmað 1000 til 1500 bifreiða- stæði og myndi kostnaður á hvert stæði vera um 6—7.000 kr. á ári og er þá tekið inn í dæmið hátt lóðar- verð, skattar og önnur gjöld. Myndi þá leigugjald almennu stæðanna vera um 5 kr. á klst. Aðrar hugmyndir hafa komið fram til lausnar á bifreiðastæðisvand- anum í miðbæ Reykjavíkur. Má þar helst nefna bifreiðageymslu við Vitatorg sem þjóna mundi Lauga- veginum og bifreiðageymslu á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Einnig hafa komið fram hugmyndir um bifreiðastæði í Vatnsmýrinni og síðan yrðu ókeypis ferðir þaðan í miðbæinn. En hvað segja hags- munaaöilarnir sjálfir? F.V. fór á fund nokkurra, sem hagsmuna eiga að gæta, eða áhuga hafa á framtíðarskipulagi miðbæjarins. F.V. —Hvers vegna allur þessi áhugi á miðbænum, Kristinn? — Það ríkir sérstakur andi í miðbænum. Þennan anda skynja t.d. krakkarnir á Hallærisplaninu vel og að því leyti er það ánægju- legt að þau skuli safnast þar sam- an. Það eru ekki úthverfin eða svefnbæirnir í kring sem gera Reykjavík að Reykjavík, heldur miðbærinn og sá andi sem þar ríkir. F.V. — En hver eru að þinu mati helstu vandamál sem við er að etja í sambandi við málefni miðbæjarins? — Vandamálin eru mörg og margvísleg. Þó er það líklega al- varlegast hvað allur fyrirtækja- rekstur er þungur og erfiður í mið- bænum. Það eru ekki nema örfá fyrirtæki sem virkilega geta borið þann gígantíska kostnað sem er því samfara að leigja eða reka þar húsnæði. Skortur á bílastæðum er einnig mikið vandamál og hefur verið lengi. Það hvíla líka ýmsar kvaöir og óeðlileg höft á fyrirtækj- um, eins og t.d. opnunartíminn og vínveitingalöggjöfin, sem standa í vegi fyrir því að hægt sé að auka lífið í miðbænum, sérstaklega á kvöldin. Kristinn Ragnarsson: „Auka þarf líf í miðbænum” 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.