Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 31

Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 31
„Þegar þessi nýja tækni verður að fullu nýtt, geri ég ráð fyrir að um 90% af öllum afgreiðslum í útibúinu fari tram hjá gjaldkera, þannig að viðskiptavinir geta snúið sér beint til hans, t.d. með víxiltilkynningar eða sparisjóðs- bækur, í stað þess að fara f hinar einstöku deildir fyrst, eins og venja er nú.“ Hraðkassi Hraókassi veröur í afgreiðslunni til að spara viðskiptavinum tíma og fyrirhöfn. Þar verður boðið uþp á skjóta afgreiðslu t.d. á gíróseðlum eða við skipti á ávísunum. í kjallara verður sérstök öryggisgeymsla, þar sem koma má verðmætum munum í geymslu, t.d. meðan á ferðalagi stendur. Bjami Magnússon, útibússtjóri, fyrir framan hina nýju bankabygg- ingu í Mjóddinni. Húsið er hið ný- stáriegasta, álklæit að utan. Þetta sagði Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbanka islands í Mjóddinni í Breiðholti en það útibú tekur til starfa í ágúst í nýbygg- ingu, sem bankinn er að reisa. Bjarni hefur verið í tveggja mán- aða námsferð í Danmörku og Þýskalandi, þar sem hann kynnti sér einmitt nýjungar í bankaþjón- ustu og afgreiðsluháttum með aukinni tölvunotkun. Þetta nýja útibú Landsbankans er við Álfabakka 10. Jarðhæð hússins er 685 fermetrar. Þar verður veitt alhliða bankaþjón- usta, svo sem innlána-, útlána-, og gjaldeyrisþjónusta með nútíma- legra sniði en tíðkast hefur hér á landi til þessa. ,,Við ætlum að veita eins fjöl- þætta þjónustu og framast er unnt," sagði Bjarni Magnússon. „Útibúið mun veita alla hefö- bundna þjónustu en auk þess byrddum við upp á ýmsum nýj- ungum.“ Ráðgjöf í einkafjármálum Þegar teikningar af afgreiðslu- sal eru skoðaðar vekur það strax athygli að meðfram annarri lang- hliðinni eru borð og stólar í litlum, aðskildum einingum. Þarna munu ráögjafar útibúsins hafa aðsetur og leiðbeina viðskiptavinunum. Þannig geta viðskiptamenn tyllt sér niður hjá ráögjöfunum og rætt um fjármál sín og viðskipti. Bank- inn getur hjálpað til að leggja á ráðin um ávöxtun sparifjár og fjár- mögnun framkvæmda. Upplýsing- ar verða veittar um bankalán, vaxtakjör og endurgreiðslu og menn verða aðstoðaðir við gerð fjárhagsáætlana. Væntanleg lán má síðan ræða við starfsmenn úti- búsins án þess aö bíða þurfi eftir viðtali við útibússtjóra. Vaxandi þjónustu- og verslanasvæði Breiðholtsútibú Landsbankans í Mjóddinni mun þjóna fleirum en Breiðholtsbúum. Greið leið er að útibúinu úr austurhluta Kópavogs og allt frá Sundahöfn. Og þar sem bein braut er síðan fyrirhuguð suðurtil Garðabæjar, Hafnarfjarð- ar og Suðurnesja fram hjá Álfa- bakka má ætla að þeir, sem eiga heima eða stunda vinnu í austur- hluta Reykjavíkur og Kópavogs notfæri sér þjónustu Breiðholts- útibúsins. Mjóddin verður framtíð- ar þjónustu- og verslunarsvæði fyrir Breiðholtshverfin og ná- grannabyggðir. Þar verða opin- berar stofnanir eins og heilsu- gæsla, félagsmiðstöð og bóka- safn, kirkja, lögreglustöö og skiptistöð strætisvagna. Ennfrem- ur ýmsar valvöruverslanir, þannig að mikill fjöldi fólks mun daglega eiga þar leið um til viðskipta við þessi fyrirtæki og stofnanir. Söluskrifstofa Flugleiða Athyglisverð nýjung er, að í Breiðholtsútibúi Landsbankans munu Flugleiðir opna söluskrif- stofu um leið og útibúið tekur til starfa. Þar verður veitt alls kyns ferðaþjónusta, farskráning og far- seðlaútgáfa, en á sama stað geta menn svo í sömu ferð keypt ferðamannagjaldeyri með því að ganga nokkra metra að af- greiðsluborðum bankans. Bjarni Magnússon, útibússtjóri í Breiðholtsútibúinu, starfaði áður um 10 ára skeið sem útibússtjóri í Múlaútibúi Landsbankans. Skrif- stofustjóri verður Brynjólfur Þ. Brynjólfsson, sem áður var úti- bússtjóri á Bíldudal. Starfsmenn verða alls um 20, þar af fimm ráð- gjafar. 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.