Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 31
„Þegar þessi nýja tækni verður að fullu nýtt, geri ég ráð fyrir að um 90% af öllum afgreiðslum í útibúinu fari tram hjá gjaldkera, þannig að viðskiptavinir geta snúið sér beint til hans, t.d. með víxiltilkynningar eða sparisjóðs- bækur, í stað þess að fara f hinar einstöku deildir fyrst, eins og venja er nú.“ Hraðkassi Hraókassi veröur í afgreiðslunni til að spara viðskiptavinum tíma og fyrirhöfn. Þar verður boðið uþp á skjóta afgreiðslu t.d. á gíróseðlum eða við skipti á ávísunum. í kjallara verður sérstök öryggisgeymsla, þar sem koma má verðmætum munum í geymslu, t.d. meðan á ferðalagi stendur. Bjami Magnússon, útibússtjóri, fyrir framan hina nýju bankabygg- ingu í Mjóddinni. Húsið er hið ný- stáriegasta, álklæit að utan. Þetta sagði Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbanka islands í Mjóddinni í Breiðholti en það útibú tekur til starfa í ágúst í nýbygg- ingu, sem bankinn er að reisa. Bjarni hefur verið í tveggja mán- aða námsferð í Danmörku og Þýskalandi, þar sem hann kynnti sér einmitt nýjungar í bankaþjón- ustu og afgreiðsluháttum með aukinni tölvunotkun. Þetta nýja útibú Landsbankans er við Álfabakka 10. Jarðhæð hússins er 685 fermetrar. Þar verður veitt alhliða bankaþjón- usta, svo sem innlána-, útlána-, og gjaldeyrisþjónusta með nútíma- legra sniði en tíðkast hefur hér á landi til þessa. ,,Við ætlum að veita eins fjöl- þætta þjónustu og framast er unnt," sagði Bjarni Magnússon. „Útibúið mun veita alla hefö- bundna þjónustu en auk þess byrddum við upp á ýmsum nýj- ungum.“ Ráðgjöf í einkafjármálum Þegar teikningar af afgreiðslu- sal eru skoðaðar vekur það strax athygli að meðfram annarri lang- hliðinni eru borð og stólar í litlum, aðskildum einingum. Þarna munu ráögjafar útibúsins hafa aðsetur og leiðbeina viðskiptavinunum. Þannig geta viðskiptamenn tyllt sér niður hjá ráögjöfunum og rætt um fjármál sín og viðskipti. Bank- inn getur hjálpað til að leggja á ráðin um ávöxtun sparifjár og fjár- mögnun framkvæmda. Upplýsing- ar verða veittar um bankalán, vaxtakjör og endurgreiðslu og menn verða aðstoðaðir við gerð fjárhagsáætlana. Væntanleg lán má síðan ræða við starfsmenn úti- búsins án þess aö bíða þurfi eftir viðtali við útibússtjóra. Vaxandi þjónustu- og verslanasvæði Breiðholtsútibú Landsbankans í Mjóddinni mun þjóna fleirum en Breiðholtsbúum. Greið leið er að útibúinu úr austurhluta Kópavogs og allt frá Sundahöfn. Og þar sem bein braut er síðan fyrirhuguð suðurtil Garðabæjar, Hafnarfjarð- ar og Suðurnesja fram hjá Álfa- bakka má ætla að þeir, sem eiga heima eða stunda vinnu í austur- hluta Reykjavíkur og Kópavogs notfæri sér þjónustu Breiðholts- útibúsins. Mjóddin verður framtíð- ar þjónustu- og verslunarsvæði fyrir Breiðholtshverfin og ná- grannabyggðir. Þar verða opin- berar stofnanir eins og heilsu- gæsla, félagsmiðstöð og bóka- safn, kirkja, lögreglustöö og skiptistöð strætisvagna. Ennfrem- ur ýmsar valvöruverslanir, þannig að mikill fjöldi fólks mun daglega eiga þar leið um til viðskipta við þessi fyrirtæki og stofnanir. Söluskrifstofa Flugleiða Athyglisverð nýjung er, að í Breiðholtsútibúi Landsbankans munu Flugleiðir opna söluskrif- stofu um leið og útibúið tekur til starfa. Þar verður veitt alls kyns ferðaþjónusta, farskráning og far- seðlaútgáfa, en á sama stað geta menn svo í sömu ferð keypt ferðamannagjaldeyri með því að ganga nokkra metra að af- greiðsluborðum bankans. Bjarni Magnússon, útibússtjóri í Breiðholtsútibúinu, starfaði áður um 10 ára skeið sem útibússtjóri í Múlaútibúi Landsbankans. Skrif- stofustjóri verður Brynjólfur Þ. Brynjólfsson, sem áður var úti- bússtjóri á Bíldudal. Starfsmenn verða alls um 20, þar af fimm ráð- gjafar. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.