Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 35

Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 35
Iðnaðarbankinn við Dalbraut Iðnaðarbankinn við Dalbraut hefur tekið í notkun viðbótarhúsnæði á Dalbraut 1—3 en útibú bankans hefur verið staðsett í því húsi síðan 1971. Með þessari viðbót, sem opnuð var til afnota í mars sl. stækkar gólfflöt útibúsins í um 150 fermetra. Útibú Iðnaðar- bankans í reykjavík eru þrjú talsins, vió Dalbraut, í Miðbæ við Háaleitisbraut og í Fellahverfi í Breiðholti. Auk þess starfrækir bankinn útibú á Akureyri, Selfossi og í Hafnarfirði. Sigurjón Sigurðsson, sem er útibústjóri á dalbraut, sagði að þar störfuöu að staðaldri 5—6 manns. Úti- búiö er í grónu hverfi og í nærliggjandi götum er miki um stofnanir o íbúðir fyrir aldraðæa. Þess vegna er stór hópu ellilífeyrisþegna í viðskiptamannahópi bankans. Ellilífeyrir frá Tryggingarstofnun er í mjög mörgum tilfellum lagður inn á sparisjóðsbækur, þannig aö bankaútibúið verður þjónustuaðili í þessu sambandi. í næsta nágrenni við útibúið er iðnaðar- og versl- unarsvæðið við Sundahöfn. Mörg fyrirtæki þar eru í viðskiptum við Iðnaðarbankann á Dalbraut, em Sig- urjón Sigruðsson sagði að iðnfyrirtæki víða um borg- ina ættu viðskipti við útibúið. Hann bætti því við, að viðhorf almennings til útibúa bankanna hefði breyst áberandi mikið síðustu árin. Bankarnir hefðu legið undir gagnrýni fyrir fjölgun útibúa, en nú óskaði fólk eindregið eftir að fá bankaþjónustu í sín hverfi. Úti- búin eru orðin nauðsynlegar þjónustustofnanir enda annast þau milligöngu í fjölmörgum þáttum persónu- legra viðskipta fólks, þó ekki sé nefnt annað en raf- magnsreikmngarnir og afnotagjöld síma, sem fólk greiðir yfirleitt í banka nú orðið. Kópavogur Breiðholt Látiö kunnáttu- mennina smyrja bílinn á smurstööinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO STÓRAHJALLA 2, KÓPAVOGI (Snjóllur Fanndal) SÍMI 43430 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.