Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 41

Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 41
þótt ótrúlegt megi virðast, mun hærra hlutfall en hverfatengdu miðstöðvarnar Austurver og Glæsibær, sem hafa næst hæsta hlutfall þeirra er versla beint frá heimili. Samkvæmt þessu eru stórinnkaup eins og í Hagkaupum gerð akandi frá heimili og einnig er augljóst að allar þessar verslanir njóta tilfallandi viðskipta þeirra, sem versla frá vinnustað. Austurver Nærþjónusta er stór þáttur í verslunarviðskiptum í Austurveri, er sjá má af því að þriðjungur af úrtakinu báöa dagana kom frá innan við 500 metra fjarlægð frá versluninni, miðað við 18%, sem er meðaltal allra sex stórverslan- anna. Austurver fær ekki, sam- kvæmt úrtakinu, fleiri viðskiptavini úr fjarlægari hverfum á föstudegi en á miðvikudegi, öfugt við flestar hinar stórverslanirnar. Tiltölulega fáir sem búa í norð- urbænum og í úthverfunum Árbæ og Breiðholti versla í Austurveri, miðað við önnur hverfi. Einnig eru viöskiptavinir frá grannsveitarfél- ögunum tiltölulega fáir, 13% af úr- taki, nema helst frá Kópavogi. Þeir sem versla frá vinnustað, koma flestir úr gamla bænum á leið til heimilis austar í borginni. Einnig verslar tiltölulega margt af starfsfólki Borgarspítalans í Aust- urveri. Hvað er farið á marga verslunarstaði? Um 72% þátttakenda sögðust aðeins koma við á þessum tiltekna verslunarstað í verslunarferðinni. Hagkaup og Vörumarkaðurinn voru með hæst hlutfall viðskipta- vina, sem sögðust vera að koma frá öðrum verslunarstað, eða ætla á fleiri verslunarstaði í leiðinni. Markaðssvið stórverslana Fyrir allar sex stórverslanirnar í könnuninni voru kortlögð heimil- isföng eða vinnustaðir þátttak- enda í könnuninni, þ.e. hvar þeir versluðu. Verður hér á eftir í stuttu máli gerð grein fyrir markaðssvið- um hinna einstöku stórverslana, sem könnunin tók til. Hagkaup Hagkaup er hinn dæmigerði stórmarkaður með mjög vítt mark- aðssvið og því tiltölulega fáa við- skiptavini frá næstu íbúðarhverf- um. Hagkaup er bæði með lang hæst hlutfall af hinum sex stór- verslunum af viðskiptavinum bú- settum utan höfuðborgarsvæðis- ins (31% af heildarúrtaki), og hæst hlutfall af viðskiptavinum úr grannsveitarfélögum Reykjavíkur (26% af úrtaki innan höfuðborgar- svæðisins). Tiltölulega fleiri utan- bæjarmenn versla í Hagkaupum í miðri viku en um helgar. Innan Reykjavíkur koma tiltölulega fæst- ir viðskiptavinir Hagkaupa úr Vesturbænum. Ekki er marktækur munur á dreifingu viðskiptavina á miðvikudegi og föstudegi. Eins og áður hefur komið fram versla til- tölulega fáir af viðskiptavinum Hagkaupa frá vinnustað, miðað við hinar stórverslanirnar. Flestir sem versla frá vinnustað í Hag- kaupum, koma frá nærliggjandi vinnustöðum í Ármúla- og Skeifu- hverfinu. Glæsibær Mun stærri hluti viðskiptavina á föstudeginum kemur úr fjarlægurn hverfum en á miðvikudeginum, þ.e. Glæsiþær er meiri helgarinn- kaupa verslunarstaður en Austur- ver. Stór hluti viöskiptavina kemur úr norðurbænum, Langholts-, Voga- og Heimahverfum, innan 500 metra fjarlægðar, sérstaklega á þetta við um úrtakið á miðviku- deginum. Glæsibær er ekki meir sóttur heim af íbúum grannsveit- arfélaga Reykjavíkuren Austurver, um 12 % af úrtaki, og hefur því ekki víðara markaðssvið en Austurver. Þeir sem versla frá vinnustað í Glæsibæ, koma f'estir frá vinnu- stöðum í Gamlabænum, við Suö- urlandsbraut og í Ármúlahverfi. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.