Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 59

Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 59
Spá um fjölda ferðamanna til íslands Ár: Jan.— Apríl Maí— Ágúst Sept. — Des. Samtals 1980 10.391 15.7% 43.702 66.3% 11.828 18.0% 65.921 100.?% 1981 12.191 17.0% 45.575 64.0% 13.428 19.0% 71.194 ( + 8.0%) 1982 13.200 17.0% 49.000 63.0% 15.400 20.0% 77.600 ( + 9.0%) 1983 13.600 17.0% 51.600 63.0% 16.300 20.0% 81.500 ( + 5.0%) 1984 14.000 16.0% 54.100 64.0% 16.900 20.0% 85.000 ( + 4.0%) 1985 15.500 17.0% 59.600 63.0% 18.400 20.0% 93.500 ( + 10.0%) Sé miðað við 3.0% aukningu á ári næstu 5 árin, þ.e. 1986 —1990 verðurfjöldi ferðamanna pr. ár sem hér seyir: 1986: 96.300, 1987: 99.200, 1988: 102.200, 1989: 105.300, 1990: 108.500 fyrir erlendan markað nema í mjög stóru upplagi og þar af leiðandi dýru. Við hjá Ferðamálaráði urð- um að gefa kynningarrit um ísland út í 450 þús. eintökum á fjórum tungumálum til þess að sú aðgerð kæmi að gagni. Bæklingur fyrir innanlandsmarkað í 10 þús. ein- tökum getur oðið að miklum not- um. Og það þarf ekki að prenta í fjórum litum. Snyrtilegir, fjölritaðir pésar eru fullboðlegir. Þeir þurfa að innihalda ítarlegar upplýsingar um gististaði, veitingastaði og aðra áhugaverða ferðamanna- staði í héraðinu, sem sé fullkomna upptalningu á öllu því sem ferða- maður hefur þörf fyrir eða kann að hafa áhuga á. Dreifingin getur far- ið fram fyrir milligöngu bílaleigu- fyrirtækja, hótela, veitingastaða, verslana. Sem víðast. í þessu sambandi vil ég líka leggja áherslu á kynningarstarfið, sem starfsfólk í ferðamannaþjón- ustu á að stunda daglega í starfi stnu. Stúlkan á hótelinu, sem útbýr reikninginn á að spyrja ferðalang- inn áður en hann kveður, hvert förinni sé heitið. Ef nann er á eigin vegum er næsti áfangi í mörgum tilfellum ekki ákveðinn og þannig getur starfsmaður á einum stað vísað á áhugaverða staði í hérað- inu, næsta hótel eða veitingastað. Að ferðast í eigin landi Ferðamálaráð hefur að undan- förnu birt auglýsingar í sjónvarpi með hvatningu til landsmanna um að ferðast um fsland. Er mikils árangurs að vænta af þessu? Birgir: Um 80 þúsund íslending- ar leggja leið sína til annarra landa árlega og þó að þessar auglýsing- ar hefðu ekki áhrif á meira en 10% þess fjólda, gætum við verið til- tölulega ánægðir. í nágrannalöndum okkar, aðal- lega í Noregi og Hollandi, er nú varið miklu fé til þess að fá lands- menn til að eyða að minnsta kosti hluta sumarleyfis í eigin landi. í okkar landi hefur verið við ramman reip að draga í þessu tilliti og kemur þar margt til. Veðurfar er hér rysjótt og umhleypingasamt, landsmönnum hefur verið kennt að álíta ísland dýrasta ferða- mannaland veraldar og síðast en ekki síst eyða íslenskar ferðaskrif- stofur gífurlegum fjárhæðum í að lokka sem flesta íslendinga til ut- anlandsferða með gylliboðum, sem ekki alltaf standast við nánari athugun, þegar á hólminn er kom- ið. Þessar taumlausu áróðursher- ferðir hafa skapað ímyndaða þörf fyrir sólarlandafeðir hjá alltof mörgum fslendingum, þörf, sem í mörgum tilfellum er blekking ein. Því fer víðs fjarri að ég efist um nauðsyn sólarlandaferða eða ut- anlandsfeða almennt fyrir okkur íslendinga, sem búum hér langt norður í Dumbshafi, en á síðustu árum hefur keyrt mikið um þver- bak, ekki síst í þjóðhagslegum skilningi. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvaða áhrif það gæti haft í þá átt að kynna íslendingum eigið land, ef þær ferðaskrifstofur, sem mestu fé eyða til auglýsinga á ut- anlandsfeðum, legðu fram 10% þeirra fjármuna til þess að auglýsa feröir fyrir landsmenn um eigið land. Við eigum að vinda bráðan bug að því að koma upp gistimið- stöðvum í líkingu við Skaftafell á sex til átta stöðum á landinu. Með slíkri aðstöðu getum við skapað okkur sjálfum, svo og erlendum ferðamönnum fyrirmyndarað- stæður til ferðalaga um (sland. Það er áríðandi þáttur í sjálfstæð- isbaráttu okkar, sem aldrei tekur enda, að þekkja eigið land. Tvö flugfélög í millilandaflugi — stórkostleg fjölgun ferðamanna? Nú annast tvö íslensk flugfélög samgöngur milli íslands og ann- arra landa. Áttu von á að þetta stuðli að fjölgun erlendra ferða- manna á íslandi og hvert er álit þitt almennt á þessari stefnubreyt- ingu í flugmálum? Birgir: Miðað við að nú hafi hin eina rétta flugmálastefna séð dagsins Ijós, þá hlýtur jafnframt að liggja í augum uppi hvílík endemis mistök það voru að sameina flug- félögin árið 1973. Raunar er ég þeirrar skoðunar að algjör sam- eining Flugfélags íslands og Loft- leiða, eins og hún varð í fram- kvæmd, þegar Flugleiðir voru gerðar að flugfélagi 1979, hafi verið óheillaspor fyrir íslensk flug- mál og ferðaútgerð, enda ekki gert ráð fyrir því við sameininguna 1973. En hvers má vænta nú, þegar tveir íslenskir aðilar hefja baráttu 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.