Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 83

Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 83
Sumarbústaðamarkaðurinn Fleiri hallast nú að félagslegu bústöðunum en að byggja sjálfir — tími hrófatildranna liðinn Nú um hásumarleyfistímann, þegar sem flestir nota sumarbú- staði sína eða stéttarfélaga sinna, datt okkur í hug að skyggnast lít- illega inn í þróun þessara mála síðustu árin. Það réði ekki síst þar um að í vor hefur getið að líta heldur fleiri auglýsingar um bú- staði og lóðir til sölu, en undan- farin ár svo við leituðumst m.a. við að fá svör við spurningum svo sem hvort markaðurinn væri orð- inn mettaður, framboð lóða færi hlutfallslega vaxandi eða hvort hinir svonefndu félagslegu bú- staðir hefði haft afgerandi áhrif á hinn almenna markað. Þrír fasteignasalar, sem blaðið ræddi við, komust að nokkuð svipuðum niðurstöðum. Sögðu þeir að fyrir svo sem 15 til 20 árum, hafi utanlandsferðir til sólarlanda verið mun dýrari en nú og því marga óað við þeim kostnaði. Vegna þess hafi eftirspurn eftir bústöðum eða lóðum undir þá verið mjög mikil og spenna ríkt á þessum markaði. Lá þá við að fólk keypti lóðir hvar sem þær fengust, einungis ef þær voru falar. Sum þessara bústaða og lóða væru hinsvegar illseljanleg nú, eóa eftir að dró úr spennu á markaði og framboð óx í kjölfarið. 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.