Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 88

Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 88
leiðari Bæta ber aðstöðu fyrir íslenskt ferðafólk í eigin landi Forsvarsmenn í sveitartjómarmálum og leiðtogar landshlutasamtakanna eru loks að vakna til lífsins og átta sig á því að ferðamálastarfsemi heima í héraði getur gefið nokkuð í aðra hönd og orðið undirstaða að atvinnutæki- færum fyrir fjölda manna á viðsjárverðum tímum, þegar landsfeður og forystumenn atvinnulifs í landinu leggja hausinn í bleyti og reyna að átta sig á því hvemig íslenskt athafnalif geti tekið á móti nýliðum á vinnumarkaði á komandi tímum. íslensk ferðaútgerð er ekki ný af nálinni. Hún hefur hins vegar tekið stökkbreytingum á síðustu áratugum vegna aukinna samgangna og tíðari heimsókna erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessi þáttur ferðamála- starfseminnar hefur gengið nokkuð í öldum eftir ástandi efnahagsmála í nágrannalöndum beggja vegna hafsins, veðurfar á norðurhveli og ekki síst ástæðum hér á landi hverju sinni. Við höfum að undanförnu verið minnt á það, hvernig óvissa á vinnumarkaði innanlands, hefur lamandi áhrif á þessa þjónustugrein, hvemig verkfallshótaniri á Islandi orka sem hvatning til hins erlenda ferðafólks um að leita eitthvað annað. Yfirvofandi vinnustöðvun síðustu vik- urnar hefur spurtst víða um lönd og haft hin skaðlegustu áhrif á afkomu allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja, sem treysta á viðskipti hinna útlendu gesta á nokkrum vikum yfir hásumarið. Það mun taka drjúgan tíma og kostar verulega fyrirhöfn að vinna upp aftur þann markað, sem þannig hefur verið spillt með heimabúnum meðulum. Ástæða er til að fagna þeim áhuga, sem orðið hefur vart á ferðamálum í mörgum byggðarlögum landsins. Nú ætla menn að taka til hendinni, stofna ferðamálafélög lands- hlutanna og ráða feðamálafulltrúa til að vinna að skipu- lags- og kynningarmálum. Opinber yfirvöld á borð við sveitarstjómir hafa sýnt þessum málum lítinn sem engan skilning á liðnum árum. Af þeirra hálfu og þorra al- mennin^s hefur gætt undarlegs skeytingarleysis í garð þessarar atvinnugreinar og er ekki örgrannt um að þeir, sem verið hafa í forystu um að treysta undirstöður hennar hafi verið álitnir kynlegir kvistar. Þeir hafa allavega ekki fundið þann hljómgrunn sem að réttu lagi ætti að vera fyrir hendi, þegar hlutlægt er lagt á mikilvægi málsins. Þess vegna hlýtur starf ferðamálafélaga og starfsmanna þeirra að beinast fyrst í stað að innlendum yfirvöld- um,stofnunum, ráðum og nefndum, sem áhrif hafa á uppbyggingu atvinnulífsins, þar með þessarar greinar. í þeim tilgangi að vinna málum skilning og stuðning sem flestra verður að leggja áherslu á aukin tækifæri fyrir íslendinga sjálfa til að ferðast um landið, aðstöðu fyrir innlenda ferðamenn til að njóta skoðunarferða í eigin landi á hinum ýmsu árstímum. Ferðamálaráð íslands hefur beint hvatningu til ís- lendinga um að kynnast eigin landi. Með þessu undir- strikar ráðið að ferðaútgerð á íslandi snýst ekki ein- vörðungu um að taka á móti útlendum túristum. Áhugi á ferðalögum innanlands fer tvímælalaust vaxandi. Að- staða fjölskyldna til að veija frítíma sínum á ferð um landið og til að njóta hvíldar og endumæringar á orlofs- stöðum hefur stórum batnað. Aðbúnaður fyrir þessa feðalaga í hinum ýmsum landshlutum er líka skárri nú en áður. Þó má gera miklu betur, og vonandi verður það þ-ungamiðjan í þeirri nýju hreyfingu fyrir eflingu ferða- útgerðar, að hvetja fslendinga til að kynnast eigin landi og skapa þeim tækifæri til að njóta skíkra feða til fulls með betri skilyrðum á feðamannastöðum. 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.