Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 5
frjáls verz/un Sérrit um efnahags-, viðskipta- og atvinnumái. Stofnað 1939. Útgefandi Frjálst framtak hf. STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson RITSTJÓRI: Magnús Hreggviðsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir Auglýsingasími: 31661 LJÓSMYNDIR: Jens Alexandersson SKRIFSTOFUSTJÓRN: Þórunn Þórisdóttir Tímaritið er gefið út ísamvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300 — 82302 SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREINING ÁKÁPU: Prentmyndastofan hf. öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir FRJÁLS VERZLUN er ekki ríkisstyrkt blað Breytt viðhorf til hagnaðar Lengi hefur gætt mjög undarlegrar og mér liggur við að segja hættulegrar afstöðu manna á íslandi til hagnaðar af rekstri. Það aö fyrirtæki skili aröi hefur af mörgum verið talió til hins illa og hefur skilningsleysið veriö svo rækilega inn- siglað í íslenskt þjóðfélag að hér er það opinber stefna stjórnvalda að fyrirtæki í tilteknum atvinnugreinum séu rekin á núllþunkti. Fyrirtækin eiga ekki að eiga neitt afgangs til frekari uppbyggingar eða kjarabóta starfsfólks. Enda virðist það vera vilji margra að fjárfestingarfé sé skammtað úropinberum sjóðum. Þessi sjónarmiðeru reyndarekki bundin vió (sland heldur hefur þeirra einnig gætt í ríkum mæli í flestum nágranna- löndunum. Jan Carlzon, forstjóri SAS kemur inn á þetta í viðtali, sem hefst á bls. 28. Hann skýrir frá því að viðhorf í Svíþjóð til hagnaðar séu mikið aö breytast og að sá skilningur sé nú orðinn útbreiddur að fyrirtækin þurfi á hagnaði að halda og aó hann sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Þessi nýkapitaliska bylgja er almennt jákvæð í garö fyrirtækja, jákvæð fyrir breytingum, nýjum framkvæmdum, nýjum hugmyndum og nýjum stjórnunaraðferóum þar sem ákvörðunarvaldið er í vaxandi mæli fært til starfsmannanna sjálfra. Svipaðra hugarfarsbreytinga hefur gætt í Bretlandi í stjórnartíð Margaret Thatcher (bls. 83). Hún hefur lagt sér- staka áherslu á að endurvekja framtaksandann í einstak- lingunum og hún ætlar þeim stóran þátt í endurreisn bresks efnahagslífs með hagnaðarvonina að leiðarljósi. íslenskt atvinnulíf er aö mörgu leyti á villigötum. Hér þarf að veröa endurreisn undir forystu einkaframtaksins. Til að svo geti oróið þarf svipaöar hugarfarsbreytingar og í Sví- þjóð og Bretlandi. Gildi hagnaðar af rekstri þarf að verða vióurkennt og stjórnvöld þurfa þar aö hafa forystu. Hér er um brýnt mál að ræóa og við munum fjalla um þaó nánar í Frjálsri verslun á næstu mánuðum. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.