Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 8
VERÐBOLGUMET
INNANLANDS
— þjóðhagsspá fyrir árið 1983
og efnahagsþróun í helstu
viðskiptalöndum
íslendinga
Hér veröur drepið á nokkra
þá þætti í efnahagsþróun hér
innanlands og utan, sem mesta
athygli vekja nú um stundir.
Nú er hvert íslandsmetið í
verðbólgu slegið. Hækkun
verðlags frá maí 1982 til maí
1983 miðað við framfærsluvísi-
tölu er tæp 87%. Sömuleiðis
hækkaói lánskjaravísitalan um
83% seinustu 12 mánuöi miðaö
við júnímánuð. En veróbólgu-
hraðinn er meiri en þetta, ef lit-
ið er á hækkun lánskjaravísi-
tölu seinustu mánuói og sú
hækkun umreiknuð á 12 mán-
uði, nemur verðbólgan 123%,
og sé tekið miö af hækkun
seinasta mánaðar, þá ætti
verðbólgan að vera hvorki
meira né minna en 159%.
í aprílmánuði sl., kom út
ágrip helstu þjóðhagsstærða
og þjóðhagsspá fyrir 1983 frá
Þjóðhagsstofnun. Þar er dreg-
in upp ákaflega svört mynd af
efnahagslífinu, (sjá Innlendar
hagtölur). Eftir þjóóhags-
spánni að dæma mun þjóðar-
framleiðsla dragast saman um
6.0% og þjóðartekjur um 4Vz%
en þjóðarframleiösla á mann
um tæp 7%. Slíkur skellur hefur
ekki dunið yfir síðan árið 1968,
en þá voru erfiðleikarnir á
margan hátt auóveldari við-
fangs en nú. Rétt er að vekja
athygli á, aó á 1. ársfjórðungi
1983 var fjöldi atvinnulausra
meiri hlutfallslega, en mörg
undanfarin ár. Nam atvinnu-
leysið 1,3% af heildarmannafla.
Þetta kann aó sýnast lítið á
Evrópumælikvarða, er athuga
verður í þessu sambandi, hve
hlutfallslegur atvinnuskortur
hefur aukist geysilega á síð-
ustu 12 mánuðum. Það er
hættumerkið.
Tvennt annað vekur athygli
þegar horft er á tölur um
stærðir í þjóðarbúskapnum.
Núna upp á síðkastið er betra
hlutfall milli innlánaaukningar
og útlánaaukningar en verið
hefur lengi. (Sjá tölur um
peningastæröir). Aukning út-
lána fyrstu 5 mánuði ársins í ár
er nú miklu minni en vará sama
tíma í fyrra, en á hinn bóginn
hafa innlán (með vöxtum) auk-
ist mun hraðar á þessu ári, eða
um 27% en 15,2% í fyrra. Eru
þetta vissulega góð tíðindi.
Hitt málið, sem athygli vekur
er gengisþróun erlendis.
Bandaríkjadalur hefur styrkst
mjög undanfariö (þetta er
skrifað 10. júní): Hefur dollar
t.d. hækkað gagnvart markinu
um 6—8% síðan í vor. Þetta er
talin endurspeglun á því, að
efnahagsástandið fer nú batn-
andi í Bandaríkjunum og bat-
inn er mun örari en í Evrópu-
löndunum. Eins kemur til, að
peningamálastefnan er varkár-
ari þar í landi og verðbólgan
enn á niðurleið. En taka skal
fram, að sviptingar á gjaldeyr-
ismörkuðum erlendis er oft
mjög erfitt að skýra með fáum
áhrifavöldum, raunveruleikinn
er miklu flóknari en það.
Ráðstefnan
í Williamsburg
Nú um daginn lauk ráöstefnu
æðstu manna helstu iðnríkja
heimsins, sem haldin var í
Williamsþurg, Virginia. Ekki
verður séð aó ráðstefna þessi
8