Frjáls verslun - 01.03.1983, Síða 22
ins. Segja má, að öll flutninga-
starfsemi sé afleidd stærð, af-
leidd af annarri starfsemi. Hún
er ekki frumstarfsemi. Okkar
flutningar eru afleiddir af því,
hvað er að gerast annars stað-
ar í þjóðfélaginu. Hjá Eimskip
endurspeglast það, sem ann-
ars staðar gerist, hvort sem um
er að ræða hagvöxt eða sam-
drátt. Það var gífurklegur inn-
flutningur á fyrri hluta ársins
1982. Hann réði miklu um góða
nýtingu hjá okkur.
( öllum skiparekstri, einkum
þó áætlunarsiglingum, er til-
tölulega hár fastur kostnaður.
Skipin sigla, hvort sem flutn-
ingur er mikill eða lítill. Þetta er
þjónustukerfi, sem menn hafa
talið nauósynlegt að koma
upp. Náist það, aö skipin séu
með fullfermi, eða svo til, ferð
eftir ferð nýtist fasti kostnaður-
inn mjög vel. Við höfum byggt
upp og sniðið okkar flutninga-
kerfi með þaö í huga, að nýt-
ingin sé jafnan sem best.
— Ekki verður góð nýting
tryggð með flutningi aðra leið-
ina. Þú minntist á gífurlegan
innflutning f.h. árs 1982. Hélst
útflutningur íhendur við hann?
— Nei, þarvarekki jafnvægi
á milli. En flutningastarfsemi
Eimskips má skipta í tvennt.
Annars vegar eru áætlunar-
siglingar og hins vegar beinn
stórflutningur, sem er að stór-
um hluta útflutningur. Áætl-
unarsiglingarnareru byggðará
föstum áætlunum skipanna,
reglubundnum siglingum, sem
nýtast mjög vel í flutningum til
landsins. Síðan reynum við aó
nýta skipin eins vel og við
verður komið í flutningum frá
landinu.
Staðreynd er, aó útflutningur
á íslenzkum afurðum hentar aö
mörgu leyti ekki í áætlunar-
skipin. Þarna verður því ekki
jafnvægi á milli sem skyldi og
er töluverður munur þar á.
„Við horfum spyrjandi til þessa árs.‘
í áætlunarflutningunum er
um aö ræða reglulegum flutn-
ing á ýmis konar vöru og mjög
mismunandi magnstærðum. í
útflutningi hins vegar er í mikl-
um mæli um að ræða það, sem
kallað er bulk-Vara eða stór-
flutning, t.d. heilir farmar af
frystum fiski, áli, kísiljárni, salt-
fiski o.fl. Þessir flutningar sam-
rýmast ekki að því leyti, að
þessi útflutningsvara á ekki
alltaf erindi á þær hafnir, sem
við siglum til í áætlunarsigling-
um. Eitt aðal keppikefli okkar
er ætíð að reyna að skapa eins
mikið jafnvægi og frekast er
kostur á í flutningum til og frá
landinu, en slíkt jafnvægi mun
aldrei nást að fullu.
— í hvora áttina er meiri
flutningur til iandsins eða frá?
— Á því eru töluverðar
sveiflur frá ári til árs. Á árinu
1982 var meira flutt til landsins
en frá. Á fyrri hluta þessa árs,
22