Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 47
Kaupandinn hefur enga mögu- leika á aö skilja hvaö sölumaö- urinn er að fara. Þetta gerir það aö verkum, aö annaðhvort kaupir kaupandinn tölvu á al- röngum forsendum, eða verð- ur hræddur við öll þessi orð, og ákveður að þíða í eitt eða tvö ár. Það er útbreiddur misskiln- ingur, að eitt kvöldnámskeið í forritun geri mann að tölvusérfræðingi Enn einn möguleikinn, er að kaupandinn ákveður að fara í tölvuskóla, ,,til að skilja tölv- una“. Þar lærir hann að ýta á takkana á tölvu og aö skrifa einfalt forrit. Það er góðra gjalda vert að fara í tölvuskóla til að fá ein- hverja hugmynd um hvað tölvutæknin snýst um. Það er hinsvegar útbreyddur mis- skilningur, að eitt að tvö nám- skeið þátttakanda geri hann að sérfræðingi, sem getur metið þau tæki sem eru á boðstólum, eða sett upp kerfi fyrir fyrirtæki. Það er sölumaðurinn, sem á að tala það mál, sem við- skiptavinurinn skilur, en ekki öfugt Eina leiðin til að fá fullkomn- ar upplýsingar hjá seljanda, er að krefjast þess að talað sé venjulegt mál, sem fjallar um notkunarkröfur viðskiptavinar- ins, en ekki einhver tæknihug- tök. Sölumaðurinn veróur að skilja það að viðskiþtavinurinn leitar eftir bestu lausn á sínu vandamáli en ekki eftir ,,bestu mikrótölvunni“. Því aðeins að hægt sé að sýna viðskiptavin- inum hvernig vélin leysir ,, hans“ vandamál, er hægt að búast við því að sölumaðurinn og viðskiptavinurinn skilji hvor annan. Önnur leið til að biúa bilið milli seljanda tölva og hugsan- legra notenda, er notkun ráð- gjafa. Ráðgjafi á að geta ráð- lagt fyrirtækjum hvort borgi sig að nýta tölvutækni, og þá hvernig og í hvað stórum mæli. En það verður að vera algjört skilyrði að ráðgjafinn þekki vandamál viðkomandi fyrir- tækis. það er allt of algengt að menn með mikla þekkingu á tæknihlið tölvunnar, en litla þekkingu á rekstri fyrirtækja, séu notaðir sem ráðgjafar. í þeim tilfellum vill brenna vió aö eingöngu sé litió á tæknilega þætti málsins, en alls ekki á rekstrarlega eða mannlega þætti þess. Skandinavískt model Undanfarið hefur farið fram í Skandinavíu mikil umræða um tækniþróunina og áhrif hennar á einstaklinginn og samfélagið. Þessi umræða sþeglar að ein- hverju leyti þann áherslumun, sem er á þróun og notkun tækninnar í Skandinavíu og t.d. Bandaríkjunum. f Bandaríkjunum er alfarið gengið út frá kostnaðarsjónar- miðum, en notandinn og sam- félagið skiþta minna máli. í Skandinavíu, er hinsvegar mikil áhersla lögð á mikilvægi þess að notandinn hafi áhrif á gerð og notkun tækninnar. Þetta þýðir það að miklu meiri áhersla er lögð á að vinnu- staðurinn sé þægilegur, og að tölvan sé notandanum ,,vin- samleg“, í þeim mæli sem slíkt er hægt. Ekki er ástæða til aó ætla annað, en að við íslendingar fylgjum Skandinövum í þessu eins og mörgu öðru, og not- endur krefjist þess að hafa áhrif á, hvaða tæki séu notuð, og hvernig. Stjórnendur mega ekki líta fram hjá þessum þætti við töku ákvörðunar um tölvu- notkun. Það er allt of algengt að notkun tölvu hefur mistek- ist, vegna þess að starfsfólkið var ekki haft meó í ráðum. E.T. kynslóðin Það er alveg Ijóst, að það er ekki auðvelt fyrir núverandi stjórnendur að taka ákvöröun um tölvunotkun. Flestir stjórn- endur í dag hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig þeir geti nýtt tölvuna, hvað sé raunhæft og hvað ekki. Þaó verður sennilega ekki fyrr en einstakl- ingar af þeirri kynslóð, sem nú leikur sér með E.T., veróa stjórnendur, sem stjórnendur fara að ,,skilja“ tölvuna. 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.