Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 48

Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 48
Erlendis er sú skoðun uppi meðal sérfræðinga, að „tölvumis- notkun“ sé algengt og alvarlegt vandamál í atvinnulífi, 1) en með því orði eiga þeir oftast við fjár- drátt. Er þetta stöðugt talið færast í aukana með aukinni tölvunotkun. Einnig er talið að mikið sé um óupplýst afbrot af þessu tagi, og þau rök færð, að misferli uppgötv- ast einatt fyrir einskæra tilviljun, eða fyrir kjánalega og óþörf mistök fremjandans. Auk þess hafa menn furðað sig á hversu hin uppgötv- uðu tilfelli séu iðulega framin af lítilli útsjónarsemi og klókindum. Tölvan — tvíeggjað sverð Magrir hafa haft gaman af að reyna að sjá fyrir afleiðingar tölvubyltingarinnar. Um- ræða um þau mál hefur að miklu leyti beinst að spurningum varðandi friðhelgi einkalífs og skyldum atriðum. En það er meira blóð í kúnni. Hér er ætlunin að fjalla um eina hættu, sem í Ijós hefur komið við notkun tölva í verslun og viðskiptum, nefnilega f járdrátt og þjófnað þar sem tölvu er beitt við verknaðinn. og spurt sjálfa sig undrandi hvað kláru þjófarnir séu að gera. 2> í mörgum löndum er ekki enn farið að safna opinberri statistík um tölvuglæpi, en í Bandaríkjun- um hafa tölur verið nefndar, t.d. 621.000 dollara meðaltjón á tölvu- afbrot árið 1979, 3) að óupplýst til- felli væru 5 til 9 sinnum fleiri en upplýst, og að líkindi á sakfellingu Hér á landi höfum við, að því er virðist, verið laus við vandamál af þessu tagi, og ef á annað borð skal um þessa hluti fjallað, verður að styðjast við erlenda reynslu. íslenskar aðstæður eru því ekki hafðar hér sérstaklega í huga, og skal lesandanum látið eftir að meta hvert erindi slík umfjöliun á, en ef til vill gæti reynsla annarra kennt okkur eitthvað íþessum efnum. væru47:1 afbrotamanninum í hag. Kringum 1978 komu upp ca 100 misferlistilfelli árlega, 1) og ekki hefur þeim fækkað síðan. Reynsla Grein eftir: Lúðvík Emil Kaaber 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.