Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 75
Eftir: Guðmund Kjartansson Hið eilífa tímaleysi stjornun Flestir þeir er unnið hafa við stjórnun fyrirtækja kannast við hina hörðu baráttu við tímann. Dagurinn er oft á tíðum einfaldlega ekki nógu langur til að sinna öllum verkefnum dagsins. Mestur tími framkvæmdastjóra fer í að stjórna fyrirtækinu frá degi til dags — hitta viðskiptavini, leysa úr vandamálum, hlusta á kvartanir frá starfs- fólki, hitta fólk með misjafnlega brýn erindi o.þ.h. Munurinn á framkvæmdastjórnun lítilla fyrirtækja og stórra er fyrst og fremst sá að sá sem rekur litla fyrir- tækið hefur færri aðstoðarmenn við úrlausn verkefna, en hjá stærri fyrirtækjum geta framkvæmdastjórar dreift verkefnum á undirmenn sína. Einbeiting dreifist á ffleiri verkefni hjá framkvæmdastjórum minni fyrir- tækja. Margir framkvæmdastjórar vinna milli 60 og 80 tíma á viku. Algeng afleiðing mikillar eftir- vinnu verður oft léleg frammi- staöa í þeim verkefnum sem þeir bera ábyrgð á. Þeir veröa of uppteknir til að fræðast um það sem er að gerast í kringum þá á þeirra sviði, hvaða fram- farir eiga sér stað og eru of uppteknir til að veita undir- mönnum sínum leiðsögn, sem síðan leiðir til mistaka og mis- skilnings milli þessara aðila. Tímasparnaður framkvæmda- stjóra Ein besta lausnin viö tíma- leysi framkvæmdastjóra er góð skipulagning á vinnunni. Þetta gerir honum kleift aö dreifa valdi sínu á aðstoðarmenn sína, án þess að hafa stöðugar gætur á þeim. Þetta þýðir að sjálfsögðu gagnkvæmt traust milli þessara aðila. Oft á tíðum þurfa fram- kvæmdastjórar að funda meö fólki sem dvelur umfram þann nauðsynlega tíma er viðtal þyrfti aö taka. Þetta vandamál er oft leyst með ýmsum brögó- um t.d. að einkaritarinn truflar viðræður eftir ákveðinn tíma og minnir á stefnumót o.s.frv. Hreinlegri leið er einfaldlega að benda viðkomandi á að framkvæmdastjórinn sé tíma- bundinn og geti þ.a.l. aðeins fundaö í t.d. 10 mínútur og halda sig síðan við þann tíma. Auk þessa gætu einkaritarar flokkað póstinn, sinnt almenn- um símhringingum og aðstoð- að við tímasetningu funda. Annar mikill tímasparnaður er skipulagning funda með undirmönnum sínum. Þessir fundir vilja oft dragast á lang- inn með óþörfu ,,makki‘' um hlutina í stað þess að brjóta málin til mergjar. Fram- kvæmdastjórar veröa að hafa góða stjórn á fundum, skipu- leggja dagskrá fundarins, ákveða fundartíma og halda umræöunum við efnið. Með þessu má spara mikinn tíma fyrir framkvæmdastjóra og undirmenn þeirra. En e.t.v. er stærsti tíma- sparnaðurinn góð nýting á tíma. Ef einstaklingur ríkur úr einu verkefni í annað er ekki líklegt að miklu verði áorkað. Vel útfærð og góð skipulagn- ing tímans er án efa fyrsta skrefið til tímasparnaðar. Til að gera sér þetur grein fyrir hvernig tímanum sé best varið er ágætt að áætla sér ákveðinn mínútufjölda í hvert verkefni. Þetta verður að vera nokkuð nákvæmt svo gagn sé því ágiskunaraðferðin dugar ekki í þessu tilfelli. Það er því tilvalið að skrá hjá sér í nokkra daga eða vikur hve langan tíma tekur að leysa hin venjulegu verkefni. Með þessari aóferö getur framkvæmdastjórinn (og að sjálfsögðu hver sem er) gert sér mun betri grein fyrir hvar sé hægt aó spara tíma og hvernig hægt er að ráða bót á hinu eilífa tímaleysi framkvæmda- stjóra. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.