Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 81

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 81
SENDIHERRA FER í SÖLUFERÐ Einar Benediktsson. sendiherra í London og víð- ar var nýlega í Nígeríu til að Einar Benediktsson. vinna að sölu á skreið þangað. Ræddi Einar við ráðamenn og gera útflytj- endur sér góðar vonir um starf hans. Jafnframt þessu ræddi Einar við flugmálayf- irvöld um áhuga Flugleiða á áætlunarflugi til Nígeríu frá Lúxemborg. Lýstu Nígeríu- menn velvilja til slíks flugs að undangengnum viðræð- um við stjórnvöld í Lúxem- borg. Á þetta er minnst hér af því að ekki er langt síðan íslenskir sendiherrar bein- línis móðguðust yfir að þurfa að sinna erindum sem þessum. Á þessu er hins vegar að verða mikil þreyt- ing og hafa nokkrir sendi- herrar lagt mikið á sig til að koma á viðskiptum íslenskra fyrirtækja erlendis. Einar Benediktsson er utanríkis- þjónustunni til sóma og öðrum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. ) Hrafn Bachman. Hótel Selvör? Þeir Bjarni Árnason og Jón Hjaltason, félagar úr veitingabransanum keyptu fyrir um tveimur árum mikla húseign aö Hringbraut 117 í Reykjavík. Nú stendur til að innrétta bygginguna, sem er gamalt atvinnuhúsnæði og kemur tvennt til greina: Annars vegar 43 litlar leigu- íbúðir eða 80 herbergja hót- el. Er hugmynd þeirra að hýsa stúdenta yfir vetrar- mánuðina verði hótelkost- urinn valinn. INNFLUTNINGUR í HAFNARFJÖRÐ Nýlega tók fyrirtækið Dvergur h.f. í Hafnarfirði að sér vöruafgreiðslu fyrir Flugfrakt Flugleiða. Fyrir- tækið sér einnig um vöruaf- greiðslu fyrir Hafskip, þ.e.a.s. geymslu og afhend- ingu á innfluttum vörum. Hefur þessi starfsemi Dvegs farið ört vaxandi, ekki vegna mikil innflutnings hafn- firskra fyrirtækja heldur vegna þess að sífellt fleiri innflutningsaöilar beina innflutningi sínum um Hafn- arfjörð. Eru þeir þannig að flýja yfirráðasvæöi Toll- stjórans í Reykjavík, en pappírsþákn embættisins er orðið þvílíkt að viðskiptavin- ir þess eyða orðið meiri tíma í að leysa út vörur en að selja þær. Á meðan her- skarar Tollstjórans taka sér iöulega tvo til þrjá daga til að fjatla með innflutningsskjöl tekur afgreiðsla þeirra að- eins um eina klukkustund hjá fógetanum í Hafnarfirði. Það er orðið atriði til að standast samkeppni að fá vörurnar heim um Hafnar- fjörð. Hrafn Backmann Vill kúnnann frá Kringlumýri Hrafn Bachman, kaup- maður í Kjötmiðstöðinni með meiru hefur byggt myndarlegt hús við Sigtún 9 í Reykjavík. Sigtún liggur að einni helstu umferðaræð borgarinnar, Kringlumýrar- braut, en er lokað í þann endann til að takmarka um- ferð. Hrafn sækist nú stíft eftir því að þessi endi Sig- túns verði opnaður. Ástæð- an er sú að ÁTVR vill kaupa hús hans, m.a. fyrir nýja áfengisútsölu en með því skilyrði að Sigtún verði opið í báða enda. Hvernig á að græða á verslun Tveir kaupmenn hittust á förnum vegi, báðir eru með hverfiskjörbúðir í Reykjavík. Jæja þá veit maður hvernig á að fara að því að reka ný- lenduvöruverslun með öruggum hagnaði, sagði annar þeirra: Minnka vöru- valið og vera eingöngu með eina tegund af hverju, greiða starfsfólki nákvæm- lega eftir kjarasamningum, einnig verslunarstjórunum, jafnvel þótt það kosti enda- laus starfsmannaskipti og stórminnki þjónustuna við kúnnana, auglýsa lítið eða ekkert, hafa engar áhyggjur af samkeppni, láta verð- kannanir lönd og leið, hafa búðina nógu gamaldags og Ijóta o.s.frv. o.s.frv. Eftir árið situr maður uppi með miljónahagnað. Ja, hver andskotinn, sagði hinn, þetta er rétt hjá þér ég sá það í þlöðunum um daginn, — eigum viö ekki að drífa í þvi að stofna kaupfélag, eftir þessu að dæma er greini- lega pláss fyrir eitt í viðbót í Reykjavík og nágrenni. 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.