Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 39
um frádráttarbær útgjöld gera
efnamönnum kleift aö borga litla
eöa enga skatta. Ýmis ákvæöi
sem ætlað var aö hvetja til arö-
samra fjárfestinga hafa snúist
upp i andhverfu sina. Öréttlæti og
ósanngirni eru þau orð sem oft-
ast heyrast í umræðum um
skattamál. Mörgum finnst sem
skattakerfið sé oröiö þjónn hinna
ríku og margar dæmisögur eru
sagðar i þvi sambandi. IBM
greiddi meira en fjóröung tekna
sinna i skatta 1981—1983, á
meðan General Electrics fékk
endurgreiddar um 280 milljónir
dollara á sama timabili. Auökýf-
ingurinn borgar enga skatta, en
kolanámumaöurinn sem ekki
kann á kerfið þarf aö selja húsið
sitt vegna mikillar álagningar.
Þaö sem sviður þó sárast er aö
breytingar á kerfinu virðast ill-
mögulegar og stjórnarerindrekar
óttast afleiöingar viötæks van-
trausts á stjórnkerfiö.
Róttækar breytingar
Þær tillögur sem lagðar hafa
veriö fram gera flestar ráö fyrir
mikilli einföldun á skattstiganum.
Regan fjármálaráöherra lagöi til
fjögur skattþrep, 0%, 15%, 25%
og 35% fyrir tekjuskatt á ein-
staklinga (i núgildandi kerfi eru
þrepin alls fimmtán, frá 11 % til
59%). Aörir hafa lagt til eitt 25%
skattþrep á allar tekjur yfir
ákveönu lágmarki og til er fjöldi
afbrigða viö þessar hugmyndir.
Flestir eru hlynntir færri
skattþrepum, en þegar talið þerst
aö frádráttarbærum liöum kemur
annaö hljóö i strokkinn. Meðal
þess sem núgildandi lög leyfa
sem frádráttarbært frá tekju-
skatti eru vextir af veöskulda-
bréfum (sem eru yfirleitt til mjög
langs tima), eignaskattar, útsvar
og skattar til fylkisstjórna, fram-
lög til líknarfélaga, matar- og
skemmtanakostnaður vegna at-
vinnurekstrar og ferðakostnaður
vegna fyrirtækisrekstrar. Aö auki
eru 60% ágóöa af nýjum fjárfest-
ingum undanskilin viö álagningu.
Tillögur fjármálaráöuneytisins
ráöast harkalega á þessar und-
anþágur. Þannig skulu vextir af
veöskuldabréfum vegna hús-
næðiskaupa einungis dragast frá
ef um er aö ræöa fyrsta húsnæöi
framteljanda, hvorki eignaskattur
né önnur útgjöld til sveitarfélaga
og fylkja skal dregiö frá tekju-
skattstofni, framlög til liknarfé-
laga eru þvi aðeins frádráttarbær
aö þau nemi yfri 2% af tekjum
(þau námu liklega um 1.9% á
siðasta ári) og fjárfestingarágóði
skal skattlagöur sem um venju-
legar tekjur væri aö ræöa. Frá-
dráttur vegna skemmtana er af-
numinn og matarkostnaöur tak-
markaður viö 50 dollara á dag
(hinn svokallaði „threemartini-
lunch“ sem illræmdur er oröinn
sem dæmi um líferni business
manna myndi hverfa). Ennfremur
yröi frádráttur vegna feröalaga
takmarkaöur mikiö. Hins vegar er
tekjuskattur á fyrirtæki lækkaöur
úr46% i 33%.
Heildaráhrif þessara breytinga
yröu viötæk. Tekjur bandariska
ríkisins myndu svo til standa i
staö (enda var þaö dagskipun
Reagans forseta þegar hann baö
fjármálaráöuneytiö aö leggja
fram tillögur um þetta mál), en
greiðslur myndu færast til. Meiri
hluti einstaklinga heföi minni eöa
óbreytta skatta, en þeir efnameiri
myndu borga mismuninn. Búast
mætti viö fólksflutningum frá
fylkjum og borgum meö háa
skattlagningu ef útgjöld til þeirra
yröu ekki lengur frádráttarbær.
Slikt kæmi mörgum þetta mjög
illa, t.d. New Yorkborg sem ramb-
aöi á barmi gjaldþrots fyrir nokkr-
um árum. Þá má búast viö aö
líknarfélög yröu illa úti, þar sem
fæstir hafa efni á aö láta 2%
tekna sinna af hendi rakna til
þeirra og þætti þá vænstur sá
kostur aö gefa litið eöa ekkert til
liknarmála.
Ekki er jafngott aö spá um
áhrifin á efnahagskerfið i heild.
Sum fyrirtæki i hefðbundnum
37