Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 15
LAUNAKJÖR LAUNAKJÖR FLUGMANNA í fyrsta tölublaöi Frjálsrar verslunar á árinu var fjallað um launakjör lækna á íslandi. Þá var boöaö að fjalla ætti um kjör fleiri stétta og er nú komið aö flugmönnum. Þeir eru oft taldir meöal hátekjumanna og má segja aö þar sé svipað uppi á teningnum og hjá læknum: Launin geta veriö á bilinu 30 til 120 þúsund krónur á mánuöi og allt þar á milli. Veröur hér á eftir gerö nokkur grein fyrir kjörum flugmanna og auk þess rætt viö Björn Guömundsson flugstjóra, sem er formaöur samninga- nefndar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, um flugmanns- starfiö. Félag íslenskra atvinnuflug- manna fer meö samningamál flugmanna hjá Arnarflugi, Flug- leiöum, Flugfélagi Austurlands og Flugfélagi Norðurlands og Flugfélagiö Ernir á ísafirði hefur einnig sótt um formlega aöild aö félaginu. Mörg önnur félög og fyrirtæki stunda flugrekstur hérlendis og nægir þar aö nefna flugskóla og leiguflugsfyrirtæki, en kjör starfsmanna þeirra eru oftast ákveðin meö beinum samningum vinnuveitenda og starfsmanna. Flugmenn verða að kunna nákvæm skil á öllum tækjum og vita á stundinni hvernig bregöast skal viö vandamálum. Allir íslenskir rikisborgarar sem hafa leyfi til að stunda at- vinnuflug geta gerst félagar í FIA. Þeir einir geta þó átt aöild aö eft- irlaunasjóöi félagsins sem greiöa þangaö tilskilin iögjöld og fá um leiö félagiö til aö annast kjara- samninga sina. Til skamms tima hafa litlu flugfélögin ekki kosið milligöngu FIA enda þýöir þaö um 11 % hækkun launaútgjalda vegna iðgjalda i lífeyrissjóðinn og trúlega einnig nokkra launa- hækkun hjá flugmönnum þeirra. Launajöfnunarstefna Launakerfi flugmanna Flug- leiöa og Arnarflugs er í raun byggt upp á mjög einfaldan hátt. Byrjunarlaun eru kr. 31.045,- fyrstu 3-6 mánuðina en hækka i tæplega 50 þús. þegar flugmaöur hefur störf sem fullgildur flug- maöur. Siöan hækka þau á hverju ári i 25 ár þegar toppnum er náö. Laun flugstjóra eru 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.