Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 59
YFIRLIT
ANNALL PEMNGA- OG
GJALDEYRISMÁLA1984
Janúar
Hinn 21.janúar 1984 lækkuöu
vextir af óverötryggöum inn- og
útlánum um 5-6%. Að meöaltali
þýddi þetta lækkun ávöxtunar
um 6-7%.
Þá lækkuöu vanskilavextir úr
3,25% í 2,5% á mánuöi. Auk
lækkunar almennra vaxta var
lágmarkstími verötryggöra lána
lengdur úr 6 mánuðum í 1 1/2
ár. Vextir slíkra lána hækkuöu
jafnframt úr 2% í 2,5%.
Vextir af endurseljanlegum
afuröalánum vegna útflutnings í
SDR lækkuðu um 0,25-stig í
9,25% á ári.
Þennan sama dag var stigiö
fyrsta skrefið í átt til meira
frjálsræöis um vaxtaákvaröanir.
Innlánsstofnunum var leyft aö
auglýsa önnur kjör en tilgreind
eru í vaxtaauglýsingum Seöla-
bankans af sparifé, sem bundiö
er í minnst 6 mánuði. Jafnframt
var innlánsstofnunum leyft aö
ákveöa sjálfar kjör á viöskipt-
um, sem þær eiga sín á milli í
svokölluðum millibankavið-
skiptum.
Febrúar
Hinn l.febrúar voru gefin út
ný verðtryggö spariskirteini rik-
issjóðs i 1 .fl. A, samtals aö fjár-
hæö 180 m.kr. Skírteinin eru
bundin í 3 ár frá útgáfu, en loka-
innlausn er eftir 14 ár. Þessi
spariskírteini eru meö 5,08%
vöxtum á ári i staö 4,16% áöur.
Jafnframt voru hinn 6.febrúar
gefin út gengistryggö spariskir-
teini ríkissjóðs miöaö við gengi
sérstakra dráttarréttinda Al-
þjóöagjaldeyrisins (SDR) í 1.fl.
B, samtals aö fjárhæö 27 m.kr.
Binditíminn er 5 ár, og endur-
greiöast skírteinin þá aö fullu
meö 9,0% vöxtum á ári.
Hinn 21.febrúar hækkuðu
vextir af endurseljanlegum af-
urðalánum vegna útflutnings í
SDR úr 9,25% í 9,50% á ári.
Mars
Hinn l.mars setti Seölabank-
inn formlegar reglur um bind-
ingu og ávöxtun innstæðna á
innlendum gjaldeyrisreikning-
um viö gjaldeyrisviöskipta-
banka og um erlenda stööu
þeirra samkvæmt lögum nr.
13/1979.
Hinn 19.mars voru boðnir út
ríkisvíxlar samtals að fjárhæð
30 m.kr. Ákveðiö var að taka til-
boöum í víxla aö fjárhæö 19
m.kr. aö nafnveröi, og var meö-
alársávöxtunin 25,72%. Víxlarn-
ir voru boönir út í fimm hundr-
uö þúsund króna settum og
vnoru allir til 90 daga. Ólíkt því,
sem áður var, þegar ríkisvíxl-
arnir voru gefnir út til sölu til
innlánsstofnana, eru víxlarnir nú
seldir á útboösgrundvelli og
ætlaðir öllum, sem telja sig hafa
hag af aö kaupa slík skamm-
tímabréf. Útboðiö var gert
mögulegt meö lögum nr.
79/1983, en samkvæmt þeim
eru víxlarnir ekki háöir neinum
vaxtaákvöröunum i öðrum lög-
um né heldur falla þeir undir
vaxtaákvaröanir Seölabankans.
Apríl
Hinn 11. apríl voru boönir út
90 daga ríkisvíxlar samtals aö
fjárhæö 30 m.kr. með sömu
skilmálum og í fyrra útboöi.
Ákveöiö var aö taka tilboöum
aö fjárhæö 28,5 m.kr. aö nafn-
verði, og var meöalársávöxtunin
25,97%. Hinn 21 .april hækkuöu
vextir af endurseljanlegum af-
urðalánum vegna útflutnings í
SDR um 0,25%-stig í 9,75% á
ári.
Eignayfirfærsluheimildir voru
rýmkaðar, þannig aö einstakl-
ingur má nú yfirfæra 250
þús.kr. viö brottför úr landi og
barn 125 þús.kr. Helming af eft-
irstöðvum má yfirfæra viö
framvísun erlends búsetuvott-
orðs og afganginn ári síöar.
Jafnframt var feröagjaldeyrir
aukinn úr 1.350$ í 1.500$ og
reglur gagnvart ferðaskrifstof-
um geröar einfaldari.
Maí
Hinn 9.maí voru boönir út 90
daga ríkisvíxlar samtals aö fjár-
hæð 30 m.kr. Tilboðum var tek-
iö aö fjárhæö 26 m.kr. aö nafn-
veröi, og var meðalársávöxtunin
25,95%.
Hinn 11.maí hækkuðu vextir
verötryggðra og gengisbund-
inna liða við innlánsstofnanir
um 1-2%. Vaxtabreyting þessi
var gerð til aö samræma kjör
verðtryggðra og óverðtryggðra
skuldbindinga. Stofnaöur var
nýr flokkur útlána viö innláns-
stofnanir fyrir endurlán inn-
stæöna á innlendum gjaldeyris-
reikningum. Lán þessi veröa
bundin gengi erlendra gjald-
miöla, og veröa vextirnir miöaö-
ir viö LIBOR-vexti auk. álags,
sem má veröa hæst 1,75%.
í samræmi viö stefnuyfirlýs-
ingu rikisstjórnarinnar um, aö
afurðalán flytjist til viöskipta-
banka, ákvaö bankastjórn
Seölabankans að lækka endur-
kaupahlutföll í fjórum áföngum
mánaðarlega til ágústloka um
4,5% -stig vegna afuröa til út-
flutnings og um 6%-stig vegna
framleiðslu fyrir innanlands-
markaö. Hlutföll fyrir ný lán
Seölabankans verða samkvæmt
þessu eftirfarandi:
Hinn 21.maí hækkuðu vextir
af endurseljanlegum afurðalán-
um vegna útflutnings í SDR um
0,25%-stig.
59