Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 65

Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 65
Aukið frelsi í gjald- eyrismálum hefur skilað sér Undanfarin tvö ár hefur veriö unnið aö gagngerum breyting- um í gjaldeyris- og viöskipta- málum. Ýmsum reglum hefur veriö breytt nú þegar, svo sem um greiöslukort, feröamannagjald- eyri og um eignatilfærslur vegna búferlaflutninga. Þessar breytingar eru allar í frjálsræö- isátt. Enn þá eru gjaldeyrisregl- urnar hér á landi, langt frá því aö vera eins og í nágrannalönd- unum, þar sem gjaldeyrishöml- um hefur aö mestu leyti verið aflétt fyrir allmörgum árum. Þaö hefur lengi veriö útflytj- endum þyrnir í augum, aö þurfa aö skila gjaldeyristekjum sínum samstundis í banka viö mót- töku. Heppilegra væri að dómi útflytjenda, aö fá aö eiga gjald- eyristekjur á innlendum eöa erl- endum gjaldeyrisreikningum til frjálsrar ráðstöfunar. í lok aprílmánaöar sl. gaf viðskiptaráöherra út nýja relgu- gerð um gjaldeyrismál, en þar segir orðrétt: „Innlendum aðilum, svo og ís- lenskum ríkisborgurum búsett- um erlendis og fyrirtækjum er- lendis meö meirihlutaeign hér- lendra aöila, sem eiga eöa eign- ast erlendan gjaldeyri, er heim- ilt tímabundið að leggja hann inn á innlendan gjaldeyrisreikn- ing viö íslenskan gjaldeyris- banka." Um ráöstöfun þessarar gjald- eyriseignar segir: Heimilt er eig- endum slíkra reikninga að ráö- stafa fé af þeim til viðurkenndra greiöslna vegna viðskipta í er- lendri mynt til greiðslu á þeim kostnaöi í erlendri mynt, sem starfsemi þeirra fylgir vegna kaupa reikningseigenda á er- lendri vöru og þjónustu, eða meö sölu til innlendra gjaldeyr- isbanka. Meö þessari reglugerð fá út- flytjendur eöa framleiöendur út- flutningsafuröa leyfi til aö geyma og ráðstafa gjaldeyris- tekjum sínum innan vissra marka. Sennilega veröur þess krafist að útflytjendur geri skil á gjaldeyristekjum innan 45 daga frá móttöku. Gjaldeyriseignin veröur á sérstökum aögreindum reikningum, og búast má viö því, að strangt eftirlit muni veröa meö þessum reikningum og gjaldeyrisskilum. í reglunum er einnig heimild fyrir ákveöin íslensk fyrirtæki að eiga innistæöur í erlendum bönkum. Þetta eru fyrirtæki á sviöi flutninga og vátrygginga, auk annarra fyrirtækja, sem starfsemi hafa erlendis. Þiggj- endum erlendra umboöslauna er sömuleiðis heimilt aö eiga bankareikninga erlendis. Þaö er alveg Ijóst, aö meö þessum breyttu reglum er stigiö stórt skref í frelsisátt á gjaldeyrissviöinu. Þaö er meö öllu óþekkt í hversu ríkum mæli útflytjendur munu nota sér þessar heimildir. Þaö fer eðlilega eftir fjárhags- stööu fyrirtækjanna. En Ijóst er, aö þau fyrirtæki i útflutnings- greinum, sem veruleg útgjöld hafa í gjaldeyri hljóta að hafa af því verulegan hag að geta greitt slíkan tilkostnaö beint af eigin reikningum. Margt bendir til aö rýmri heimildir til gjaldeyriseignar muni leiöa til meira gjaldeyris- streymis og betri gjaldeyris- skila, og er bent á reynsluna af innlendum gjaldeyrisreikning- um i bönkum í þessu sambandi. Þegar leyfi til stofnunar gjald- eyrisreikninga var veitt áriö 1978 var taliö, aö upphæðir á þeim myndu ekki skipta sköp- um. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að innlendir gjaldeyris- reikningar hafa verið notaðir í sivaxandi mæli og eru nú á þeim alls um 1800 m.kr. eöa um 7.5% af öllum innlánum í banka- kerfinu. Vonir standa því til, að þessar nýju reglur í gjaldeyrismálum muni leiða til betri og fljótari skila á gjaldeyri í þjóðarbúinu, til góös fyrir þjóöarbúiö og út- flytjendum til mikils hagræöis. T0LVUMIÐST0Ð VESTFJARÐA HF. SILFURGÖTU 5—ÍSAFlRÐt Sími: 94-3321 Sala og þjónusta á tölvum og rafeindatækjum. Hönnum raflagna- og eldvarn- arkerfi fyrir hús og skip.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.