Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 70
Afurðarlán úr Seðla-
banka í viðskiptabanka
Einn þáttur i víðtækum kerfis-
breytingum, sem rikisstjórnin
hefur haft á prjónunum, er að
flytja svokölluö afurðalán (end-
urkeypt lán Seðlabanka íslands)
yfir til viöskiptabankanna.
Tilurö þessara endurkaupa-
viðskipta - en svo hefur afurða-
lánakerfið verið kallaö - er aö
leita allt aftur til kreppuáranna,
en þá hóf Landsbankinn að end-
urkaupa af Útvegsbanka sér-
staka útgerðarvíxla.
Upp úr seinni heimsstyrjöld-
inni komst fast form á afurða-
lánin og tekið var að lána út á
landbúnaðarafurðir.
Þessi lán gjörbreyttust við
stofnun Seðlabanka íslands árið
1961. Tekin var upp bindi-
skylda á allt sparifé í bönkum
og þvi ariö til afuröalána.
Lengst af hafa þrír stærstu
bankarnir Landsbanki, Útvegs-
banki og Búnaöarbanki séð aö
langmestu leyti um afurðalánin.
Á síðustu árum hefur þó hlutur
lönaðarbanka aukist í afurða-
lánum eins og í öðru.
Upp úr 1970 var hafið að end-
urkaupa afurðalán til iðnfyrir-
tækja i beinum framleiðsluiön-
aði. Sú ráðstöfun hefur stuðlað
mjög að uppbyggingu almenns
framleiðsluiðnaöar hér á landi.
Þeirri stefnu hefur verið fylgt hjá
Seðlabankanum að styðja við
nýjar atvinnugreinar. Er þar
helst aö nefna fiskeldi og raf-
eindaiðnaðinn og ýmsa tækja-
framleiðslu. Það er án efa, að
stuðningur Seölabankans viö
nýjar iðngreinar hefur orðið til
mikillar hjálpar enda er starf-
semi flestra fyrirtækja í þessum
greinum blómleg.
Reynslan hefur sýnt, aö af-
urðalánakerfiö hefur á margan
hátt veriö atvinnustarfsemi og
efnahagslífi til framdráttar.
En þrátt fyrir að margt hafi
verið vel gert, voru innbyggöir
gallar í afurðalánakerfinu yfir-
gnæfandi og var því löngu orðiö
timabært að afleggja það.
Helstu gallar þessa kerfis
voru þeir, að lánveitingar gengu
næsta sjálfvirkt fyrir sig, þ.e.a.s.
væru afuröir fyrir hendi var lán-
að ákveðiö hlutfall, yfirleitt um
52% af verðmæti afurðanna
eóa birgöanna, beint úr Seöla-
bankanum.
Við þetta lán bættist svo
jafnsjálfvirkt lán frá viðskipta-
banka. Þannig gátu og geta
reyndar enn framleiðendur
Lánveitingar
gengu nær
sjálfvirkt
fyrir sig
•
landbúnaðarafuröa og sjávaraf-
urða gengið að því vísu aö fá 70
-75% af birgðaverömæti að
láni. Slik sjálfvirkni er á flestan
hátt óheppileg.
Annar stór galli á afurðalána-
kerfi Seðlabankans var, að end-
urkeypt lán voru aðeins veitt
vegna framleiösla sjávarafuröa
og landbúnaðarafurða og til
sumra greina iðnaðar. I þessu
fólst ástæðulaus mismunur
gagnvart öðrum atvinnugrein-
um.
Hér má líka nefna, að lánakjör
á afuröalánum hafa yfirleitt ver-
ið langt undir þeim kjörum sem
önnur lán bjóöa i bankakerfinu.
Þessi mismunur í lánakjörum
leiddi til mun meiri ásóknar í
þessi vildarlán en eölilegt mátti
telja. Slík mismunun i lánakjör-
um samrýmist ekki þeirri stefnu,
sem nú er uppi um vexti og
lánakjör.
Rétt er líka að geta þess, aö
það er í hæsta máta óeðlilegt
og kann aö vera skaðlegt að
Seölabankinn, sem er banki
viöskiptabankanna og í raun
banki allrar þjóöarinnar, hafi
með hendi lánveitingar til ein-
stakra fyrirtækja.
Afurðalánakerfi Seðlabank-
ans var lagt niður um miðjan
apríl sl. í staö gamla kerfisins
kemur útflutningslánakerfi við-
skiptabankanna. Veitt eru lán út
á útflutningsafuröir og fram-
leiðslu - allt að 75% af verð-
mæti birgðanna -. Þessi lán
viðskiptabankanna eru fjár-
mögnuð með innistæðum á ís-
lenskum gjaldeyrisreikningum,
sem núna nema um 1800 m.kr.,
meö gjaldeyrisláni úr Seðla-
bankanum og meö erlendum
bankalánum.
Þau afurðalán , sem Seðla-
bankinn veitti áður til fram-
leiðslu á innanlandsmarkað
fluttust jafnhliða yfir til við-
skiptabankanna. Á móti kom,
að Seðlabankinn lækkaði bindi-
skylduna úr 28% af öllum inn-
lánum í bankakerfinu i 18%. Við
það skapast verulegt svigrúm
hjá viöskiptabönkunum til nýrr-
ar ráðstöfunar og standa vonir
til að bankarnir veröi betur færir
hér eftir að svara þörfum alls at-
vinnulífsins um lánsfé.
70