Frjáls verslun - 01.04.1989, Qupperneq 13
FRETTIR
ARNARFLUG1988:
TÖPUÐU 25% AF VELTU!
Aðalfundur Amarflugs
fyrir árið 1988 sem hald-
inn var nú í apríl eink-
enndist af skelfilegum
tölum.
Tap ársins nam 224
milljónum króna sem er
með ólíkindum í ljósi
þess að velta félagsins ár-
ið 1988 var einungis 900
milljónir. Þannig hefur
fjórða hver króna af velt-
unni tapast sem er ótrú-
lega hátt hlutfall.
Eiginfjárstaða Arnar-
flugs samkvæmt efna-
hagsreikningi í árslok
1988 er neikvæð um 477
milljónir.
Forsvarsmenn félags-
ins ætla samt ekki að gef-
ast upp og fjölluðu á fund-
M ••tlliiuii
inum um það hvernig þeir
telja að unnt verði að ná
endum saman í þessu
dæmi.
Svo virðist sem krafta-
verk þurfi til. Og hver
veit nema kraftaverkin
gerist enn...
HVERS VEGNA ER STEINGRIMUR
ANDSNÚINN ÚTVEGSBANKANUM?
Það vekur athygli að
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra er
nær alltaf andsnúinn Út-
vegsbankanum þegar
málefni bankans eru til
uinræðu.
Nýlegt dæmi um það er
að ráðherrann vildi láta
víkja Hallgrími Snorra-
syni formanni bankans úr
starfi á aðalfundi þann 7.
apríl sl. Það tókst ekki.
Steingrímur er óá-
nægður með að geta ekki
haft áhrif á rekstur bank-
ans en svo virðist sem
honum þyki við hæfi að
forsvarsmenn bankans
taki við leiðbeiningum
ráðherra um fyrir-
greiðslu við einstaka við-
skiptamenn.
Alþýðublaðið fjallaði
um þetta mál fyrir nokkru
og rifjaði þá m.a. upp að
forsætisráðherra hafi
reynt að hafa áhrif á
stefnu bankans gagnvart
Fiskiðjunni Freyju á Súg-
andafirði en ekki orðið
ágengt. Freyja er mjög
erfiður viðskiptavinur í
bankanum og er að mestu
í eigu SÍS.
S: mnl™
ATVINNU
MIÐLUN
Atvinnnumiðlun náms-
manna er tekin til starfa.
Þetta er tólfta starfsárið.
Miðlunin er rekin af Stúd-
entaráði, en auk þess
standa Bandalag ís-
lenskra sérskólanema,
Félag Framhaldsskólan-
ema og Samband ís-
lenskra námsmanna er-
lendis að henni.
í fyrra leituðu um 800
námsmenn til Atvinnu-
miðlunar og miðað við
fyrirspurnir má búast við
því að þeim fjölgi í ár.
Fjölmargir Atvinnu-
rekendur hafa nýtt sér
þessa þjónustu og fyrir
ári síðan voru um 700
störf í boði. Starfsval er
fjölbreytt, skrifstofust-
örf, verslunarstörf,
mannvirkjagerð, út-
keyrsla og ýmis þjónustu-
störf.
Aðsetur Atvinnumiðl-
unar er á skrifstofu Stúd-
entaráðs í Stúdentaheim-
ilinu við Hringbraut.
ARNARFLUG:
STJÓRNIN AFÞAKKAR LAUN
Á aðalfundi Arnarflugs
hf. sem haldinn var fyrir
skömmu komu tveir nýir
menn inn í stjórnina
þegar fjölgað var úr 7
mönnum í 9 í stjórn. Það
eru þeir Óttar Ingvarsson
hrl. og Gísli Friðjónsson
hjá Hagvirki.
Endurkjörnir voru þeir
Hörður Einarsson, Jó-
hann Bergþórsson, Axel
Gíslason, Lýður Frið-
jónsson, Guðlaugur
Bergmann, Gunnar Bern-
hard og Sigurjón Helga-
son.
Þegar kom að ákvörð-
un stjórnarlauna á dag-
skrá fundarins kom for-
maður stjórnar, Hörður
Einarsson, fram með til-
lögu um að þau skyldu
niður falla vegna erfiðrar
stöðu félagsins. Það var
samþykkt.
13