Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 38

Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 38
INNRETTINGAR ELDHÚSIÐ: SAMKOMUSTADUR FJÖLSKYLDUNNAR Eldhúsið og sú innrétting sem í því er þarf að vera með ein- dæmum vel skipulagt því eld- húsið er jú sá staður á heimilinu sem skiptir einna mestu máli. Þetta er ekki bara vinnustaður heldur dvelja allir meðlimir fjöl- skyldunnar í eldhúsinu mikinn hluta þess tíma sem þeir eru heima. Vegna þessa ber fólki að vanda valið þegar ákveða á eld- húsinnréttingu. Það þarf að skoða vel, leita ráða hjá fagfólki og umfram allt gera kröfur. Hér á landi er úrval eldhúsinnrétt- inga nokkuð gott. Mikið er flutt inn af tilbúnum innréttingum víðsvegar að úr heiminum en einnig eru þó nokkrir aðilar sem smíða eldhúsinnréttingar hér á landi. Gæði þessara innréttinga er nokkuð mismunandi og er hægt að fá mjög ódýrar, einfaldar og minna vandaðar innréttingar en einnig er hægt að kaupa mjög vandaðar og dýr- ar innréttingar sem mikið er lagt í. Verð á sambærilegum innréttingum er þar af leiðandi afskaplega misjafnt og getur jafnvel skipt hundruðum þúsunda króna. Það segir sig nokkuð sjálft að mjög vandaðar og íburðar- miklar innréttingar úr massívum viði kosta meira en þær sem eru úr minna vönduðu efni og minna er lagt í. End- ingin á þeim fyrrnefndu er þar af leið- andi betri og geta þær enst í tuttugu til þrjátíu ár á meðan þær sem eru minna vandaðar endast í fimm til sex ár. Þess vegna ætti fólk að íhuga vel val á eldhúsinnréttingum þegar það er komið í sitt framtíðarhúsnæði. Frjáls verslun hafði samband við nokkrar verslanir á íslandi sem selja eldhúsinnréttingar og óskaði eftir til- boðum í eldhúsið sem sést hér á teikningunni. Auk verðs áttu að koma fram helstu upplýsingar um viðkom- andi innréttingu. Flestir tóku þessu vel en því miður voru aðilar sem neit- uðu að vera með þegar í ljós kom að fram ætti að koma verð - virtust vera hræddir. Aðstandendur blaðsins þakka þeim aðilum sem tóku þátt í þessari könnun. Gott hefði verið að geta gert markaðnum tæmandi skil en slíkt er að sjálfsögðu bæði of tím- frekt og plássfrekt. Hinar íslensku 3K eldhúsinnréttingar hafa verið á boðstólum hér á landi í rúm 40 ár en þær eru framleiddar hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. 3KINNRÉTTINGAR Hinar íslensku 3K eldhúsinnrétt- ingar eru framleiddar hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi. KÁ hefur verið starfrækt frá árinu 1930 en trésmiðj- an frá árinu 1947 þannig að 3K hefur framleitt eldhúsinnréttingar í rúm 40 ár. í boði eru átta gerðir af mismun- andi eldhúsinnréttingum en þær er hægt að fá í ýmsum litum, þ.e. höldur og kanta. Til eru bæði beykiinnrétt- ingar og innréttingar úr harðtexi og munar allmiklu á verði því það reynd- ist vera frá rúmum 111.000 kr. upp í tæp 183.000 kr. þegar höfð var í huga innrétting sem passar inn í umrætt eldhús. Hér er um að ræða hvíta innrétt- ingu úr massívu beyki. Allir hvítu flet- TEXTI: HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓHIR 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.