Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 46
GLUGGAR
AUGU HÚSSINS
- ÁAÐ NOTA ÁL EÐA TRÉ í GLUGGA?
Gluggar hafa bæði útlits- og notagildi í húsum.
Gluggarnir, augu hússins eins
og þeir eru oft kallaðir, eru oft-
ast úr timbri, nokkuð oft úr áli
en stundum úr hvorutveggja.
Lengst af hefur ekki verið um
neitt gæðaeftirlit að ræða þegar
gluggar eru annars vegar, menn
hafa nánast getað búið til glugga
úr hvaða efni sem er og við
hvaða aðstæður sem er og segja
margir að útkoman sé eftir því.
En nú er þetta að breytast. Á
trétæknideild Iðntæknistofnun-
ar íslands er verið að koma á
gæðaeftirliti undir stjórn Þór-
halls Hólmgeirssonar.
Um er að ræða íslenskt glugga- og
hurðaeftirlit tíu fyrirtækja, þ.e. þau
gangast undir lög og kröfur ITÍ og
geta þau átt von á manni þaðan fyrir-
varalaust sem kannar framleiðsluna
svo segja má að héðan í frá geti við-
skiptavinimir verið nokkuð öruggir
með að gæði þeirra glugga, sem þeir
fá í hendur, séu viðunandi.
Nokkur fyrirtæki framleiða glugga
hér á landi en segja má að tvö þeirra,
Ramminn í Njarðvíkum og Glugga-
smiðjan í Reykjavík, séu mest áber-
andi í þeim efnum. Bæði fyrirtækin
eru rótgróin og hafa framleitt glugga í
yfir tuttugu ár. Ramminn hefur sér-
hæft sig í trégluggum en Glugga-
smiðjan framleiðir bæði, tré-, ál- og
álklædda tréglugga, svokallaða LUX-
glugga.
GLUGGASMIÐJAN
Gluggasmiðjan er 35 ára gamalt
fyrirtæki sem hóf að framleiða tré-
glugga um 1965 og var þá aðallega um
svokallaða hverfiglugga að ræða.
Smám saman sáu menn kosti þess að
vera með álglugga þannig að í kring-
um 1973 var hafin framleiðsla á þeim.
„Segja má að álgluggarnir hafi ekki
reynst nógu vel hér á landi vegna veð-
urs.“ Það er Gunnar Gissurarson
framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar
sem hefur orðið. „Við rákum okkur
fljótt á að álið leiddi allt of mikið svo
segja má að þetta efni henti betur í
heitum löndum en hér upp á okkar
kalda Fróni.“
Að sögn Gunnars vildu menn ekki
ýta álinu frá sér, heldur héldu áfram
að þróa framleiðsluna og árið 1977
setti Gluggasmiðjan á markað ál-
glugga sem voru tveir fletir með ein-
angrun á milli. Þeir gluggar voru
nokkuð vinsælir í stærri byggingar,
skrifstofuhúsnæði, opinberar stofn-
anir og banka en voru ekki notaðir í
íbúðarhús. Hvers vegna ekki, Gunn-
ar?
„Ástæðan er ofur einföld, þeir voru
of dýrir. Álgluggar eru allt frá því að
vera tvöfalt dýrari en trégluggar upp í
STEYPUSTÖÐIN
680300 SÆVARHOFDA 4
46