Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 59
MALNING T1LHEYRIR VORVERKUNUM Vorið er komið. Snjórinn sem gerði okkur gramt í geði í vetur er horfinn og vorverkin tekin við. Fólk fegrar umhverfi sitt og stór þáttur í fegrunarátakinu er að mála húsið sitt. Meðan snjór- inn lá yfir landinu undirbjuggu málningarverksmiðjurnar sig undir sumarið og söfnuðu upp lager af utanhússmálningu sem væntanlega rennur út eftir því sem líða tekur á sumarið. Vegna veðurfarsins hér á landi heyrir það til algerra undantekninga ef unnt er að mála utanhúss lengur en þrjá mánuði á ári hverju. A þeim tíma selja málningarverksmiðjumar ef til vill helminginn af ársframleiðslunni sinni. Það skiptir því miklu máli fyrir málningarframleiðendur að vel viðri til utanhússmálunar. Og reyndar skiptir það okkur öll máli, því vel mál- að hús er bæjarprýði. Fijáls verslun fór á stúfanna og heimsótti fjórar íslenskar málningar- verksmiðjur og ræddi við forsvars- menn þeirra um málningarfram- leiðslu, markaðsmál og fleira forvitni- legt. MÁLNING HF. STEINVARINN ER OKKAR STOLT Menn urðu agndofa þegar verk- smiðja Málningar hf. brann til kaldra kola fyrir tæpum tveimur árum. Og aftur urðu menn agndofa þegar for- ráðamenn verksmiðjunnar hófust handa við endurgerð hennar, því bruninn hefði riðið mörgum að fullu. Enn og aftur urðu menn agndofa þegar í ljós kom hve uppbyggingin Óskar Maríusson tæknilegur fram- kvæmdastjóri Málningar hf. gekk hratt og um þessar mundir er framleiðslugeta Málningar hf. mun meiri en fyrir brunann. Óskar Maríusson, tæknilegur framkvæmdastjóri Málningar hf., segir hins vegar að styrkur verk- smiðjunnar um þessar myndir felist í eyðileggingu brunans. „Það var óneitanlega mikið áfall að missa verk- smiðjuna. Eftir brunann stóð ekkert eftir. En við megum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að tvær fremstu iðnaðarþjóðir heimsins, Þjóðverjar og Japanir, eru þjóðimar sem töpuðu heimsstyrjöldinni síðari. Þessar þjóðir þurftu að byggja allt upp frá grunni og notuðu til þess fullkomn- ustu tækni sem völ var á. Það sama gerðum við. Eftir brunann reis máln- ingarverksmiðja sem var búin bestu tækjum sem völ var á, tækjum sem bæði skila betri vöm og aukinni fram- leiðslu. Þess vegna tel ég að bmninn hafi veitt okkur forskot á markaðn- um. Við töpuðum orrustunni við eld- inn en ég hef það á tilfinningunni að Málning hf. muni standa uppi sem sig- urvegari þegar líða tekur á stríðið.“ Á markaðnum eru margvíslegar vörur frá Málningu hf. Þar má nefna lím, lökk fyrir húsgagnaiðnaðinn, Kjörvara sem er fúavarna- og litarefni ætlað á timburhús, Jötun-skipamáln- ingu, Þol-þakmálningu, Kópal-inni- málningu og þrenns konar útimáln- ingu; Kópal - Dyrótex, Steinakryl og Steinvara 2000 sem óneitanlega er stolt Málningar hf. Að sögn Valdimars Bergstað, sölu- stjóra Málningar hf., hefur innimáln- ingin tekið töluverðum breytingum í gegnum tíðina. „Áður fyrr keyptu menn málningu og blönduðu hana með herði, til að ná fram aukinni þvottheldni og sterkari málningar- húð. Nú þarf ekki lengur að bæta herði í málninguna, því Kópal innan- hússmálningin er til í fjórum mismun- andi gljástigum; með 5%, 10%, 30% og 80% gljáa.“ Og Málning hf. leitast við að bjóða upp á alla þá liti sem fólk kýs, því auk staðlaðrar framleiðslu Málningar hf. er unnt að fá málningu verksmiðjunn- ar blandaða eftir óskum notenda í málningarvöruverslunum víða um land. Ljósa línan er ennþá í tísku „mis- jafnlega hvítir litir eins og þeir eru kallaðir, “ segir Valdimar og bætti því við að á síðustu misserum væri farið TEXTI: Þ0RGRÍMUR ÞRÁINSS0N 0G ÞORSTEINN G. GUNNARSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON OG KRISTJÁN EINARSS0N 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.