Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 65
litirnir virðast smám saman vera að
víkja fyrir sterkari litum en hvítu lit-
irnir koma líklega til með að hafa yfir-
höndina enn um sinn. En hvað varðar
utanhússmálningu bendir margt til
aukinnar litagleði og í því sambandi
hef ég aðallega orðið var við ásókn í
bláa og gula litatóna."
Þótt híbýli fólks séu máluð á öllum
árstímum sér veðurfarið til þess að
menn geta ekki unnið við utanhúss-
málningu nema um fjóra mánuði á ári.
„Þess vegna verða málningar-
verksmiðjur að fá þokkaleg málning-
arsumur, þau skipta okkur miklu
máli. Um 50-60% af árssölu okkar fer
fram á sumrin ef það viðrar til utan-
hússmálningar. Við verðum því að
treysta á gott málningarsumar.“
Hlutverk málningar er tvíþætt.
Hún prýðir og hún vemdar. Málning
er því ríkur þáttur í viðhaldi húseigna
og Ólafur segir að Harpa hafi sinnt
viðhaldsmarkaðinum vel á undanföm-
um árum. „Og það sem meira er, við
sjáum fram á stóraukna þörf fyrir við-
hald á næstu árum, sérstaklega hjá
því opinbera. Samdráttur í byggingar-
ffamkvæmdum hefur því ekki jafn
mikinn vanda í för með sér fyrir okkur
og aðra á sviði byggingariðnaðarins!"
SJÖFN
ÍHALDSSAMUR MARKAÐUR
Samfelld þróun hefur átt sér stað í
gerð og gæðum málningar víðast hvar
í heiminum og hefur málningardeild
Sjafnar á Akureyri fylgt þeirri þróun
fast eftir. í málningardeild Sjafnar eru
framleiddar rúmlega 100 málningar-
tegundir en fyrirtækið hefur framleitt
málningarvörur í rúm 30 ár.
Breidd vöruúrvalsins er mjög mikil
og býður Sjöfn upp á allar helstu máln-
ingartegundir til notkunar á stein,
tré, járn og ál, jafnt úti sem inni. Enn-
fremur eru fáanlegar margar tegundir
af lími og kítti og gólfefnum. Að sögn
Ingimars Friðrikssonar, efnaverk-
fræðings málningardeildarinnar, hef-
ur Sjöfn ætíð lagt kapp á að bjóða
góðar vörur á hagstæðu verði.
„Höfuðáherslan er nú lögð á að
minnka sem mest notkun á sterkum
leysiefnum í málningu og hafa margar
þjóðir sett sér ákveðin markmið í
þeim efnum,“ segir Ingimar. „Þróun-
in í dag er því hvað hröðust í vatns-
i 6
f'Tí"! ií 1
frrf T '*f 1 * •’ j
Úr vöruafgreiðslu Sjafnar á Akureyri.
þynntum málningartegundum og
lökkum og hefur Sjöfn verið mjög
framarlega hér á landi í markaðssetn-
ingu og framleiðslu þeirra. Met-akríll-
akk, Met-viðarlakk og Polytex 10 eru
dæmi um sérlega vel heppnaða vör-
uþróun á þessu sviði. Varðandi tækja-
búnað og aðferðir er það að segja að
hráefni verða æ auðunnari og véla-
kostur fullkomnari. Sjálfvirkni eykst
og tölvustudd framleiðsla og stjórnun
er orðin alrnenn."
Ingimar Friðriksson efnaverkfræð-
ingur hjá Sjöfn.
— Hverjar eru helstu málningar-
tegundirnar sem Sjöfn býður upp á og
hver eru notkunarsviðin?
„Eins og áður sagði framleiðir Sjöfn
rúmlega 100 málningartegundir en
vert er að geta þeirra helstu. Polytex
Kópal
Dýrótex er
útimálning
sem
dugar vel
málning'f
65