Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 66
MALNING
er vatnsþynnt, mött innimálning sem
hentar mjög vel á loft, veggi og víðar.
Polytex 10 er sömuleiðis vatnsþynnt
innimálning með gljástig 10 og helstu
notkunarsvið hennar eru bamaher-
bergi, gangar, geymslur o.fl.. Met-
akríllakk er vatnsþynnt litað lakk sem
notast á eldhús, böð, forstofur,
glugga, ofna o.fl.. Met-viðarlakk er
einnig vatnsþynnt en hins vegar glært
og notast á panel og annan við innan-
húss. E-21 gólfhúð er litað gólflakk,
ákaflega sterkt sem nýtist best á for-
stofur, geymslur, bílskúra o.fl..
Texfyllir er vatnsþynnt, þykk máln-
ing sem gerir áferðina mjúka og upp-
hleypta. Rex-oh'ugrunnur er terpen-
tínuþynntur olíugrunnur sem hentar
vel til að grunna spónaplötur og fín-
múr. Úti-tex er vatnsþynnt útimáln-
ing fyrir steypta fleti og Texfestir er
bindibrunnur fyrir stein utanhúss.
Texolín-viðarolía er hálfgegnsæ við-
arvöm fyrir timbur sem er aðallega
notuð utanhúss og sömuleiðis er Tex-
ohn-þekjandi, þekjandi viðarvöm að-
allega notuð á timbur utanhúss. Rex-
þakmálning og Rex-þakgrunnur em
eins og nöfnin gefa til kynna notuð á
bárujám og þök. Að lokum er það
Rex-múrvari sem ver múr fyrir
skemmdum vegna vatns.“
— Veitið þið viðskiptavinum ykkar
faglegar ráðleggingar?
„Við hjá Sjöfn leggjum líka áherslu
á að leiðbeiningar varðandi notkun á
málningunni séu sem gleggstar. Við
kappkostum að láta ítarlegar leiðbein-
ingar vera á öllum málningarumbúð-
um og notkunarleiðbeiningar er líka
að finna á litakortum í bæklingum. Við
dreifum handbók með upplýsingum
um vöruval og notkun til þeirra sem
þurfa að þekkja vel okkar efni svo
sem til málara, arkitekta, afgreiðslu-
fólks ímálningarvöruverslunum o.fl. í
þessa handbók er svo bætt upplýs-
ingum um nýjar eða breyttar vörur
jafnóðum og þær koma á markað.
Samfelld vöruþróun á sér stað, sem
birtist bæði í nýjum vörum og endur-
bótum á eldri vörum, breytingum í
litavali o.fl..“
— Eru íslendingar íhaldssamir
hvað varðar málningavörur?
,Já, því er ekki að neita að markað-
urinn er tiltölulega íhaldssamur þann-
ig að lítið er um byltingarkenndar
breytingar. Tískusveiflur verða þó á
þessum sviðum eins og í öðrum vör-
um og má nefna að þegar ég byrjaði
hjá Sjöfn árið 1974 var litaval fólks að
breytast úr ljósum litum í dökka.
Tískusveiflan fór svo aftur yfir í ljósu
hnuna sex árum seinna en síðustu tvö
árin hefur hún í rólegheitum verið að
breytast yfir í meiri liti. Þróunin núna
gengur mun hægar fyrir sig en árið
1974.“
— Hver eru algengustu mistök
þeirra sem kaupa málningu í fyrsta
skipti og mála kannski meira af kappi
en forsjá?
„Eins og fyrr segir kappkostum við
að láta nákvæmar leibeiningar fylgja
með vörum okkar til þess að há-
marksárangur náist við málningar-
vinnuna og til þess að koma í veg fyrir
mistök. Algengustu mistök sem ó-
vanir gera eru þau að kasta til hönd-
unum við undirbúninginn, velja röng
efni miðað við aðstæður og lesa leið-
beiningar ekki nógu vandlega.
+ ' *
Véla- & tækjaleigan
Sogavegi 103 — Sími 8 2915 — Reykjavík —
Iðnaðarmenn/Húsbyggjendur
Hjá okkur fáið þið réttu verkfærin
VÍBRATORAR
VATNSDÆLUR
BORVÉLAR
SLÍPIROKKAR
HITABLÁSARAR
FLÍSASKERAR
MÚRHAMRAR
VATNSSUGUR
NAGARAR
STINGSAGIR
RYKSUGUR
RAFSTÖÐVAR
Opið alla
virka dag frá kl. 7:45 til 19:00
Laugardaga frá kl. 10:00 til 12:00 og
13:00 til 17:00
Lokað sunnudaga
JARÐVEGSÞJÖPPUR
LOFTHEFTIBYSSUR
BELTASLÍPIVÉLAR
VIKURFRÆSARAR O.FL.
MÚRHAMRAR