Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 74
BRUNAVARNIR
næst ónotuðu þakrými eða
þalaými, sem ekki telst
vera hæð samkvæmt
7.1.2., skulu vera B30
a.m.k.)
9.1.7. Veggur á milli íbúðar og bíl-
skúrs skal vera B60 a.m.k.
í einnar hæðar húsum skal
hann a.m.k. ná upp að ystu
þakklæðningu. Hurð skal
vera B30 a.m.k. Hún má
ekki opnast inn í svefnher-
bergisgang eða inn í kyndi-
klefa.
9.1.8. Hæðaskil yfir bílskúr eða
bílskýli skulu vera B60.
Hvergi í reglugerðum um einbýlis-
hús er fjallað um beinar brunavamir,
heldur aðeins forvamir í sambandi við
húsbygginguna sjálfa.
FORVARNIR
Forvamir og fyrirbyggjandi að-
gerðir eru margar og mismunandi.
Langalgengustu eldvamir í heima-
húsum em þó reykskynjari og hand-
slökkvitæki og einnig hefur það færst
í vöxt að svokölluð eldvarnarteppi
hafi bæst við eldvamir heimahúsa.
Handslökkvitækjum er skipt í þrjá
flokka, A, B og C flokk eftir því hvers
konar eld er um að ræða. í A flokki
em handslökkvitæki, sem aðallega
eru notuð gegn eldi í timbri, fatnaði,
pappír o.fl., en það eru vatnshand-
slökkvitæki og dufthandslökkvitæki.
í B flokki eru tæki, sem notuð eru til
að slökkva eld í eldfímum vökvum, en
í slíkum tilvikum er æskilegast að
nota dufthandslökkvitæki, kolsým-
handslökkvitæki og Halon 1211. Og í
flokki C eru tæki, sem henta best til
að kæfa eld af völdum rafmagns, en
þar er um að ræða dufthandslökkvi-
tæki, Halon 1211 og kolsýruhand-
slökkvitæki. Þegar handslökkvitæki
eru valin skal taka með í reikninginn
hvaða tegund elds, þ.e. A, B eða C,
er líklegast að upp kunni að koma.
Staðsetja skal tækin á vegg í u. þ. b. 25
sm hæð frá gólfi og æskilegt er að þau
séu á áberandi stað vegna þess að
handslökkvitæki eru mikilvæg örygg-
istæki og áríðandi er að dýrmætur
tími tapist ekki í leit að tækinu.
Reykskynjarar eru mjög mikilvæg
eldvamartæki. Þeir skynja jafnt sýni-
legar sem ósýnilegar og lyktarlausar
lofttegundir og geta því gert vart við
eldinn strax við upptök hans. Stað-
setning reykskynjara er mikilvæg.
Þeir mega ekki vera í minna en 15 sm
fjarlægð frá ljósi, hitans vegna. Æski-
legt er að staðsetja skynjarann í
svefnálmu og í kyndiklefa, nálægt raf-
magnstöflu eða annars staðar þar
sem eldhætta er talin vera. Reyk-
skynjara skal ekki setja á eftirfarandi
staði: f eldhúsi yfir eða nálægt eldun-
artækjum því jafnvel brauðrist getur
gefið frá sér ótímabær viðvömnar-
merki; íbflskúr, þvíað skynjarinn fer í
gang við útblástur frá bflum; við loft-
ræstitæki þar sem súgur er því að þá
komast mismunandi loftegundir og
eldur ekki að skynjaranum; í baðher-
bergi því að þar veldur gufa truflunum
á starfsemi skynjarans.
Aðrar eldvarnir sem vert er að
nefna eru svokölluð „sprinkli-kerfi“
sem eru að ryðja sér æ meira til rúms
og þá sérstaklega í stærri bygging-
um. Einnig bjóða þjófavamarfyrir-
tækin Securitas og Vari upp á eld-
vamarþjónustu þar sem reykskynjar-
ar eru tengdir aðalstöðvum
fyrirtækjanna, en þau gera slökkviliði
síðan viðvart þegar og ef reykskynj-
arinn sendir boð til stjómstöðvanna.
A
Milliveggir
Útveggir
1 VEQQIR^
A-VEGGIR HF, Tindaseli 3, I
109 Reykjavlk, slmi 670022 LUI lCSIVIOCUI IIIIJJ
Ódýrir milliveggir og
loftaklæðningar í húsnæði þar sem
hljóð og eldvarnar er krafist.
Byggðir úr blikkstoðum og
gifstrefjaplötum, naglalaus
samsetning. Hentar vel í votrými,
t.d. baðherb. undir flísar. Einnig
blindfræst klæðning innan á
útveggi. Einföld og fljótleg
uppsetning.
jj