Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 78
ÞJÓNUSTA Úr sýningarsal Byggingarþjónustunnar. gætir ekki að þessum þáttum er vinn- an unnin fyrir gýg og verðmæti fara í súginn. Þannig er okkar ráðgjöf en hún er ekki fólgin í því að segja hvort efni A sé betra en efni B. Það verða aðrir að dæma um enda erfitt að tryggja hlut- lausar upplýsingar með slíku mati.“ Ólafur minntist á ráðgjöf til iðnað- armanna og sagði okkur frá fjölda námskeiða sem haldin væru á vegum Byggingarþjónustunnar fyrir fagfólk. Þróun í efnistækni og meðferð t.d. steypuskemmda væri hröð og nauð- synlegt fyrir iðnaðarmenn og verk- taka að fylgjast með öllu því nýjasta. „Til að koma sem best á framfæri leiðbeiningum um steypuskemmdir höfum við gefið út myndbönd með vönduðum upplýsingum um m.a. RAFLAGNAEFNIÐ Uppfyllir allar kröfur Sterkt, ódýrt, ýmsir litir Vatnagörðum 10 SÍMAR 685855/685854 o°o A Á & . □ háþrýstiþvott, ryðskemmdir, við- gerðir á sprungum o.fl. í bígerð er að stórauka þessa útgáfu og gefum við fólki kost á að skoða myndimar hér hjá okkur eða fá þær lánaðar heim. Sérstaklega bendi ég stjórnum hús- félaga á að notfæra sér þessa þjón- ustu því eins og allir vita hrjá steypu- skemmdir mörg hús á Islandi og í húfi eru milljóna verðmæti. Með því að kynna sér rækilega meðferð slíkra skemmda er fólk betur í stakk búið að velja sér viðgerðarmenn og meta með hvaða hætti skuli ráðist í verkið. Þá hjálpum við fólki við gerð útboðs- gagna ef það óskar þess og er ekki vanþörf á eftir því sem dæmin sanna“. Eftir að blaðamenn höfðu gengið milli bása Byggingarþjónustunnar töldu þeir vandséð hvemig fólk færi að því að byggja eða vinna að viðhaldi húsa sinna án þess að kíkja áður við í kjallara hússins við Hallveigarstíg 1. Augljóst er að þar geta menn í einu vetfangi fengið býsna glögga mynd af því sem í boði er á markaðnum, ekki aðeins vegna sýningarbása frá fjölda fyrirtækja heldur ekki síður af lestri ritlinga sem þar liggja frammi og í gegnum aðra þjónustu sem aðilar Byggingarþjónustunnar veita. A miðvikudögum veita arkitektar ráðgjöf í Byggingarþjónustunni frá kl. 16.00-18.00 og á sama tíma em sér- fræðingar frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins einnig á staðn- um. Sérfræðingur frá Ljóstæknifélagi íslands er við alla fimmtudaga frá kl. 16.00-18.00 og veitir ráðgjöf varðandi rafmagnsmál og lýsingu heimila og vinnustaða. Loks má nefna að um þessar mundir eru landslagsarkitekt- ar til staðar í Byggingarþjónustunni og hjálpa fólki að skipuleggja garða sína og veita aðra þá aðstoð sem fólk óskar eftir varðandi „grænu hliðina"! Síðast en ekki síst er vert að minna á sjaldgæfa staðreynd í nútímasamfé- lagi: Öll ráðgjöf hjá Byggingarþjón- ustunni er ókeypis og allir eru vel- komnir þangað á opnunartíma, sem er alla virka daga kl. 10.00-18.00. Fyrir þá sem búa úti á landi má minna á símann, 91-29266 og er ekki að efa að starfsmenn Byggingarþjónustunn- ar leysa úr vandamálum þeirra, eins og annarra, eftir fremsta megni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.