Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 89
er orðið mun meira á fasteignamark-
aði og eru fyrir því ýmsar orsakir.
T.d. má nefna nóg framboð lóða á
höfuðborgarsvæðinu, en við það
minnkar mjög óþarfa spenna. Spá-
kaupmennska í fasteignaviðskiptum
hefur stórminnkað með tilkomu ann-
arra valkosta í sparnaðarleiðum og
það hefur einnig stuðlað að jafnvægi.
Þá má segja að eftirstöðvar kaup-
verðs með meðalvöxtum banka og
sparisjóða samkvæmt auglýsingum
Seðlabanka íslands hafi stuðlað að
jafnvægi því með slíkum lánakjörum
hafa seljendur getað lánað hluta kaup-
verðs með öruggum hætti í allt að 4
ár.
Hins vegar hafa örar breytingar á
húsnæðislánakerfi hins opinbera um
árabil ruglað fólk í ríminu og stuðlað
að vissu ójafnvægi og sama er að
segja um stöðugar hækkanir á eigna-
skatti.“
í spjalli okkar víkjum við að nýjustu
hugmyndum stjórnvalda um húsbréf
og Sverrir er spurður hvernig honum
lítist á það kerfi:
„Svona bærilega. Ég held að þetta
kerfi geti stuðlað að dreifingu
greiðslubyrðarinnar og því gert það
að verkum að fólk eignist íbúð án þess
að lenda í þeim erfiðleikum og vanda
sem margir hafa ratað í. Hins vegar á
eftir að samþykkja frumvarpið sem
lagt hefur verið fram og einnig þær
reglugerðir sem starfað verður eftir.
Það er því of snemmt að fullyrða um
ágæti húsbréfanna en hugmyndin
kann að lofa góðu auk þess sem til-
raun er gerð til að komast út úr þeim
ógöngum sem núverandi húsnæðis-
lánakeríi hefur ratað í“.
Að lokum spyrjum við Sverri
hvernig fasteignamarkaðurinn sé um
þessar mundir; er eitthvað að lifna
yfir viðskiptunum með hækkandi sól
og sumri?
„Vissulega. íbúðamarkaðurinn er
mjög líflegur og mikið um kaup og
sölu á íbúðum þessa dagana. Margt
veldur því, t.d. eftirspurn eftir tíma-
bundinn samdrátt, aukin verðbólga
síðustu mánuði sem myndar spennu á
markaðnum, aukin útgáfa lánsloforða
Húsnæðisstofnunar í vetur og loks
þekkjum við það í þessum viðskiptum
að vorkoman hvetur fólk til dáða og
eykur bjartsýni".
MEIRI ÞJÓNUSTA
FYRIR BETRA VERÐ
Þjónusta Tollvömgeymslunnar
við innflytjendur
Tollvörugeymslan býður þér sérstaka
þjónustu í sambandi við innflutning.
Þjónustan felst í umsjón og aðstoð, sem
getur sparað þér bæði tíma og peninga.
Helstu atriði þjónustunnar eru eftirfarandi:
Gerð tollskýrslu
Starfsfólk okkar gengur frá tollskjölum og aðstoðar
þig við að koma skjölunum til réttrar afgreiðslu.
Flutningur vörunnar
Tollvörugeymslan scekir innflutningsvöruna og sér
um heimsendingu hennar eða geymslu, eftir því sem
hentar þér best.
Umsjón og umstang
Starfsfólk okkar sþarar þér sþorin og léttir
fyrirhöfnina í sambandi við innflutninginn,
Talið við starfsmenn okkar og kynnið ykkur hvemig
þeir geta orðið ykkur að sem bestu liði.
Hæfíleg þóknun - betra verð
Þjónusta okkar er œtluð öllum innflytjendum, jafnt
þeim sem hafa geymslu í Tollvörugeymslunni ogþeim
sem flytja inn beint.
Þóknun fyrir þjónustuna er stillt í hóf.
Grunngjald við tollskýrslugerð er t.d. aðeins kr. 635,-
sem er töluvert lœgra en gengur og gerist.
Kynnið ykkur sérþjónustu
T ollvörugeymslunnar.
Starfsfólk okkar veitir allar frekari
upplýsingar í síma 83411,
eða á staðnum.
■ TOLLVÖRU
^GEYMSLAN
Héðinsgötu 1-3
Laugamesi
S: 83411
89