Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 92
FJARMOGNUN
Það er alltaf betra að leita ráða áður en kaup eru gerð.
ið voru sparifjáreigendur því inni-
stæður þeirra í bönkum rýrnuðu að
sama skapi. Af þessu skapaðist það
þjóðareinkenni að eyða um efni fram
og ráðast í framkvæmdir þótt fjár-
magn væri ekki fyrir hendi.
Nú er öldin önnur. Með verðtrygg-
ingu ijárskuldbindinga geta þeir spar-
sömu verið öruggir um að fé þeirra
ávaxtast með eðlilegum hætti og þeir
skuldseigu verða að greiða lán sín til
baka með vöxtum og vaxtavöxtum.
Þeir sem ekki hafa áttað sig á þessum
einföldu sannindum hafa þurft að
kaupa dýru verði þá bitru reynslu sem
fylgir því að eyða um efni fram.
Við stórar skuldbindingar eins og
fasteignakaup er lykilatriði að einhver
sparnaður hafi átt sér stað áður en
ráðist er í kaupin. Ungt fólk sem
hyggur á slíka fjárfestingu verður að
hafa komið sér upp einhverjum sjóði
eigin íjár því annars eru mestar líkur á
að dæmið gangi aldrei upp.
Það kann að reynast hugarfróun í
augnabliki erfiðleikanna að kenna
slæmum húsnæðislánum eða illviljuð-
um bankastjóra um ófarirnar en það
bætir ekki úr skák þegar til lengri
tíma er litið.
GETUM VIÐ SPARAÐ?
Flestir geta sparað - en misjafnlega
mikið. Það er gullvæg regla að muna
eftir því að auðveldara er að spara
fyrir tilteknum hlut og staðgreiða
hann við kaup heldur en að greiða
afborganir af honum eftir á.
Ráðgjafar Húsnæðisstofnunar rík-
isins benda á að á sparnaðartímabili
fyrir íbúðarkaup sé ekki ráðlegt að
gera ráð fyrir nema 25-30% spamaði
af launum. Er þá miðað við að fólk búi í
leiguíbúð, greiði hugsanlega afborg-
anir af einhverjum lánum, t.d. náms-
lánum og hafi í fjölskyldutekjur
120.000 kr á mánuði.
Margir hafa mun hærri laun og
framfærslan er eins misjöfn og menn-
irnir eru margir. Aðalatriðið er að
menn sníði sér stakk eftir vexti því á
það skal enn minnt að sú tíð er liðin að
„þetta bjargist einhvem veginn“, þ.e.
að verðbólgan éti upp afgang skuld-
anna á skömmum túna.
GREIÐSLUBYRÐILÁNA
Venjulegt launafólk þolir ekki önn-
ur lán vegna íbúðarkaupa en húsnæð-
islán og hugsanlega eitt h'feyrissjóðs-
lán. Ella verður greiðslubyrðin, þ.e.
afborganir, vextir og verðbætur, ein-
faldlega of mikil.
Það er ekki svo erfitt að fá lán í
banka í dag. Erfiðara er að standast
freistinguna. Ráðgjafar í fjármálum
benda á að nausyn þess að fólk afli sér
upplýsinga hjá traustum aðilum um
raunverulega greiðslubyrði lána sem
kostur er á og að þær tölur séu mið-
aðar við mánaðargreiðslur. Þannig
fæst betri samanburður við launin,
sem oftast koma mánaðarlega.
Sem betur fer er rýmri aðgangur
að lánsfjármagni á íslandi í dag en
áður fyrr en það breytir ekki þeirri
staðreynd að auðvelt er að reisa sér
hurðarás um öxl með óhóflegum lán-
tökum.
De6et
Ígíft
Fjárhags- og
launabókhald,
innheimtur,
tollskýrslugerð
aðstoð og ráðgjöf o.fl.
Ijósritun, ritvinnsla
innbinding skjala
Austurstræti 8
Símar 670-320,10106