Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 58
LOGFRÆÐI MEÐFERÐ SKULDAMALA - FUÓTVIRKARIVINNUBRÖGÐ í AÐSIGI Greinarhöfundurinn Ólafur Gardarsson er starfandi lögmaður Það er ein af meginreglum ís- lensks réttarfars að hraða beri rekstri og afgreiðslu mála eftir föngum. Þrátt fyrir að megin- regla þessi birtist víða í laga- ákvæðum og fræðimenn séu al- mennt sammála um mikilvægi hennar fer því fjarri að máls- meðferðin hér á landi sé nógu hröð. Vandleg og umfangsmikil máls- meðferð getur ekki einungis haft í för með sér verulegan kostnað og tíma- töf fyrir aðila heldur getur dráttur á úrlausn stundum valdið réttarspjöll- um og jafnvel algerum réttindamissi. Mjög tímafrek málsmeðferð getur líka haft áhrif í þá veruna að fólk hrein- lega gefi eftir rétt sinn, sérstaklega ef um lítil verðmæti er að ræða. Verða lögmenn alltaf öðru hvoru varir við slíkt hjá fólki. I þessu sambandi togast augljós- lega á andstæð sjónarmið. Annars vegar er þörfm á því að staðreyndir málsins komi ljóslega fram áður en efnislegur réttur er metinn, máls- meðferðin sé því rækileg og vönduð, en hins vegar þörfin á hraðri af- greiðslu mála því „tíminn er ígildi fjár í þjóðfélagi nútímans í mun ríkara mæli en áður var“. (Árni Tryggvason, Úlf- ljótur 2.tbl. 1949 bls. 8). Leitað hefur verið að fljótvirkari réttarfarsleiðum varðandi einstaka málaflokka og hefur vandanum í aukn- um mæli verið mætt með því að inn- leiða sérreglur fyrir nokkra mála- flokka sem sæta þá harðari málsmeð- ferð. Það að smærri mál og einfaldari séu meðhöndluð á annan hátt en önn- ur mál, efnismeiri og slungnari, er þó ekki nýtt fyrirbæri í lögfræðinni. Það hafa lengi gilt sérreglur í mörgum Evrópulöndum varðandi t.d. leigu- mál, neytendadeilur, skilnaðarmál og fleiri málaflokka. Mest er þó um sér- reglur á sviði einfaldra skuldamála þar sem málavextir eru tiltölulega óum- deildir. Dæmi um þetta eru íslensk lög um áskorunarmál nr. 54/1988 og eins konar áskorunarmálameðferð í Vestur-þýskalandi, „Mahnverfa- hren“, sem er geysimikið notuð. Einnig má nefna „Procedure d’in- jonction" í Frakklandi sem lítur að samningsbundnum kröfum, „Sma- malslagen“ í Svíþjóð og „Small Claims Procedure" í Englandi og Wales. Ætlunin er að staldra örlítið við þennan málaflokk og huga betur að hraðari meðferð skuldamála. HRAÐARIAFGREIÐSLA Lögin sem fjalla um þennan mála- flokk hér á landi eru nú nr. 54/1988, viðauki við einkamálalögin, og skulu þau nú skýrð að einhverju leyti ásamt því sem áskorunarmeðferðin verður borin saman við hliðstæðar erlendar smámálameðferðir og e.t.v. bent á eitthvað sem betur mætti fara. Lög um ákorunarmál voru fyrst samþykkt hér á landi árið 1968. Lög- unum hefur nokkrum sinnum verið breytt í ljósi fenginnar reynslu og þá einkum til rýmkunar. Hugmyndin að einfaldari meðferð nokkurra tegunda skuldamála er fengin úr vestur-þýskum og austur- rískum rétti en sniðin að íslenskum aðstæðum. Tilgangurinn er að hraða afgreiðslu dómsmála sem þannig er farið að ætla megi að stafi eingöngu af getu- og/eða viljaleysi skuldara til að greiða, eins og segir í greinargerð með íslensku lögunum. í fyrstu grein laganna, 222.gr. eml., kemur fram hvaða mál geta fall- ið undir þessa málsmeðferð. Þar seg- ir að samkvæmt lögunum megi fara ijárkröfur skv. víxlum, tékkum, skuldabréfum og öðrum einhliða óskilyrtum skuldaviðurkenningum, svo og mál til heimtu peningaskulda 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.