Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 31
heima á íslandi en eftir standi að Bret- ar séu tortryggnir á verðlagið á ís- landi og vilji helst vita allt fyrirfram. Þeir telji sig öruggari með því að kaupa sem mest af þeirri þjónustu sem þeir ætla að nota á íslandi fyrir- fram. A Steini Lárussyni er að heyra að það sé áhyggjuefni hve sumir þjón- ustuþættimir á Islandi eru dýrir. Það hamli hreinlega gegn því að mikill ár- angur náist. Þar séu bflaleigumar efstar á blaði en verðlag á bflaleigubfl- um sé svo óheyrilega hátt að engu tali taki. Það sé ekki í neinum takt við það sem gerist annars staðar í Evrópu og að þessi verðlagning fæli erlenda ferðamenn frá. Auk þess megi ekki gleymast að ofan á hið háa verð bæt- ist svo 25% söluskattur sem ekki fæst endurgreiddur eins og tíðkast víðast hvar erlendis um söluskatt á þjónustu við ferðafólk. Og Steinn staldrar áfram við verð- lagninguna og segir að sá þáttur sé svo óskaplega viðkvæmur og vand- meðfarinn: „Fólk hefur um ákaflega margt að velja. Héðan frá London liggja allar leiðir og það gildir reyndar um flesta aðra áfangastaði okkar. Þess vegna er ekki hægt að verð- leggja ísland út úr kortinu í saman- burði við aðra möguleika sem bjóð- ast. Það þýðir ekki að ætla að selja viku náttúruskoðunarferð til íslands fyrir meira en kostar að fara til Kína og dvelja á lúxushóteli í hálfan mánuð! Vandamálið í verðlagningu íslands- ferða liggur ekki í flugi eða gistingu. Vandinn er matarverð, ferðakostnað- ur innanlands og svo söluskatturinn á allt saman. Á sama tflna og innan- landsþróunin hefur verið óheppileg hafa fargjöldin farið lækkandi að raun- virði vegna betri nýtingar í flugi. Betri nýting, betra verð. í ár bjóðum við íslandsferðir á sama verði í pundum og í fyrra. Enda er nýtingin betri og við erum svo bjartsýnir að gera okkur vonir um 20% fleiri farþega en árið 1988 frá Bretlandi til íslands. Þrátt fyrir allt eru mörg jákvæð teikn á lofti og áhugi fyrir íslandsferðum er vax- andi — svo lengi sem við drepum ekki jákvæðu straumana með ruglaðri verðlagningu. Það gleður okkur t.d. að sjá að Steinn Lárusson. Reykjavík hefur komist á blað yfir uppáhalds-áfangastaði í Evrópu sem þekkt tímarit í London valdi. Nýlega birti blaðið „topp 10“ lista sinn þar sem Reykjavík var með í fyrsta sinni, nú í níunda sæti, næst á undan Madr- id. Paris var að sjálfsögðu í efsta sæti að venju. Stuttar ferðir til Reykjavík- ur, allt árið um kring, virðast ætla að vekja mikla athygli. Um er að ræða þriggja daga til vikuferðir þar sem lögð er áhersla á höfuðborgina að nóttu og degi og stuttar áhugaverðar skoðunarferðir í ýmsar áttir eftir veð- urfari og aðstæðum hverju sinni. Þessar ferðir hafa selst vel allt frá því við settum þær á markaðinn og þær eru liður í að auka viðskiptin utan há- annatímans." Steinn segir að menn séu sífellt að gera sér betur grein fyrir því að leggja beri megináherslu á að selja ferðir utan háannatflnans. „Álagið í júní, júlí og ágúst er allt of mikið miðað við hina mánuðina. Það verður að fá mun betri dreifingu yfir árið og að því markmiði þarf sölu- og markaðsstarf okkar að keppa í mun ríkari mæli. Árið 1986 komu 60% breskra ferðamanna sem komu til íslands í júm, júlí og ágúst. í fyrra og árið 1987 var þetta hlutfall nálægt 53% og þyrfti enn að breytast 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.