Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 66
BREF FRA UTGEFANDA
SKREFí
ÁTTINA
Eigi alls fyrir löngu kynnti Jón Sigurðsson viðskipt-
aráðherra tillögur sínar um miklar breytingar á regl-
um um hlutafé og viðskipti með hlutabréf. Hér eru
tvímælalaust á ferðinni afar athyglisverðar og löngu
tímabærar tillögur sem gætu haft veruleg áhrif á ís-
lenskt atvinnulíf þegar tímar líða — ef þær ná þá fram
að ganga. Er vonandi að ráðherra leggi málið sem fyrst
fyrir Alþingi og að það drukkni þar ekki í málalenging-
um og þrasi um önnur mál eða sofni svefninum langa
eins og títt virðist vera um mál sem ætla má að geti
komið atvinnulífinu til góða.
Sennilega hefur það sjaldan verið ljósara en einmitt
nú að skortur á eigin fé er einn erfiðasti djöfullinn sem
íslenskt atvinnulíf hefur að draga. Fyrirtæki hafa orð-
ið að byggja fjárfestingar sínar og starfsemi að lang-
mestu leyti á lánsfé. Slíkt var vitanlega hægt meðan
vextir voru neikvæðir en sú gífurlega sveifla frá neik-
væðum vöxtum í háa raunvexti sem orðið hefur á til-
tölulega skömmum tíma hefur kippt fjárhagslegum
stoðum undan fjölmörgum fyrirtækjum með þeim af-
leiðingum sem nú sjást hvarvetna í íslensku þjóðfélagi
og munu þær hafa enn frekari ófyrirséðar afleiðingar
ef ekki verður að gert.
Tillögur viðskiptaráðherra miða að því að almenn-
ingur sjái sér hag í því að leggja fjármagn í atvinnulífið
í formi hlutabréfakaupa. Það er rétt mat hjá honum að
sú stefnubreyting mun ekki eiga sér stað nema með
stýringu stjórnvalda. Þaðan þarf að koma verulegur
hvati til þess að árangur náist á þessu sviði og vænleg-
asti hvatinn eru skattaívilnanir. Þótt tillögur ráðherra
séu góðar og gildar þurfa þær að ganga lengra til þess
að von sé til þess að umtalsverður árangur náist. Fjór-
ar meginforsendur verða að vera fyrir hendi til þess að
almenningur leggi sparifé sitt eða hluta þess í atvinnu-
lífið. f fyrsta lagi er nauðsynlegt að rýmka skattaregl-
ur þannig að hlutabréfakaup í öllum hlutafélögum
verði frádráttarbær, en verði ekki takmörkuð við
stærstu félögin eins og nú er í skattalögunum. í öðru
lagi þarf frádráttur vegna hlutabréfakaupa einstak-
linga að verða miklu hærri en nú er. Þessi upphæð var
72 þúsund krónur á verðlagi ársins 1988, en þyrfti að
vera 250 þúsund krónur á verðlagi ársins 1989. í þriðja
lagi þarf að auka skattfrelsi arðs af hlutabréfum veru-
lega. Sú upphæð var 90 þúsund krónur árið 1988 en á
verðlagi ársins 1989 þyrfi upphæðin að vera um 330
þúsund krónur. í fjórða lagi er nauðsynlegt að fella
niður eignaskatta af hlutabréfaeign, sem nemur allt að
3 milljónum króna.
Ef slík ákvæði yrðu í nýju hlutafjárlögunum er ekki
að efa að almenningur á íslandi myndi sjá sér veruleg-
an hag í því að leggja sparifé sitt í atvinnulífið og að
áhættan sem í því fælist fyrir sparifjáreigendur yrði í
lágmarki. Kostir þess að opna atvinnulífið meira og
auka möguleika almennings og starfsfólks íyrirtækja
á að taka þátt í rekstrinum eru ótvíræðir. Vissulega
leggur slíkt rekstrarform kvaðir á herðar stjórnendum
fyrirtækja sem verða þá að reka fyrirtækin fyrir opnari
tjöldum og undir meiri smásjá en oftast er. En aðal-
atriðið er að fyrirtækin byggi upp eigið fé og efli þannig
rekstur sinn.
Ef það er í raun vilji stjórnvalda að gera þær breyt-
ingar sem felast í hugmyndum viðskiptaráðherra þurfa
þær einnig að skapa atvinnufyrirtækjunum möguleika
á að skila hagnaði til þess að þau geti síðan greitt
hluthöfunum arð af hlutabréfum þeirra. Hagnaður hef-
ur til þessa verið hálfgert bannorð í íslenskum at-
vinnurekstri og ef um hann hefur verið að ræða hefur
hann nánast verið gerður upptækur í formi skatt-
heimtu. Það hefur aftur leitt til þess að verðmætasköp-
un í atvinnurekstrinum hefur verið í lágmarki.
Það væri óskandi að það frumkvæði sem Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra sýnir nú og sá skilningur á
þörfum atvinnulífsins sem fram kemur í tillögum hans,
næðu fram að ganga. Vonandi verður einnig skilningur
á því að skrefið þarf að vera enn stærra en ráðherra
fyrirhugar til þess að raunverulegur árangur náist.
66