Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 62
ERLENT JAPANIR SKJÓTA BANDARÍKJAMÖNNUM REF FYRIR RASS: ÞRÓUN UPPFINNINGA SKIPTIR MESTU MÁLI Rétt fyrir síðustu aldamót sagði einn af félögum frönsku akademíunn- ar að nú gætu uppfinningamenn farið að taka lífmu með ró því nú væri í raun búið að finna upp allt það sem hægt væri að finna upp og gæti orðið mann- kyninu að gagni. Úr þessu yrðu menn að láta sér nægja að njóta hlutanna. Þessi orð voru sögð eftir að Edison hafði fundið upp ljósaperuna, sjálf- virka ritsímann, rafknúnu eimreiðina og bílinn, kvikmyndavélina og ótal aðra smærri hluti. Hann setti einnig fram grundvallarkenningar um aðra hluti sem síðar urðu undirstaða nýrra uppfmninga og framfara. Síðan þessi frægu orð voru sögð hafa komið ffam á sjónarsviðið flest þau tæki og þæg- indi sem móta daglegt líf flestra manna. ÓÞRJÓTANDI EUAOGIÐNI ER UNDIRSTAÐA FRAMFARA Það er löngu viðurkennt að ein sterkasta hlið Edisons hafi verið að vinna að þróun uppfinninga sinna og annarra, breyta þeim og bæta þangað til þær fullnægðu þörfum notend- anna. Edison var ekki maður kenn- inganna heldur harðjaxlinn sem próf- aði sig þrotlaust áfram og lærði af hverjum þeim mistökum sem hann gerði. Nú á tímum er það ekki nóg, ekkert frekar en á dögum Edisons, að finna nýjar aðferðir eða nýja hluti sem geta orðið mannkyninu að gagni. Nú sem fyrr þarf að margreyna uppfinninguna og „kreista" fram í henni alla mögu- leika til að efla hana og bæta. í þessu felst hin eiginlega rann- sókna- og tilraunastarfsemi sem er öllum þjóðum afar mikilvæg. En þessi starfsemi er mjög dýr og þegar for- ráðamenn þjóða eru að velta fyrir sér spamaðarleiðum þá verður rann- sóknastarfsemi oft fyrir valinu til nið- urskurðar á útgjöldum. Japanir meta rannsókna- og til- raunastarfsemi allra þjóða mest. Þeir geta ekki státað af því að hafa sett fram margar uppfinningar, sem kom- ið hafa mannkyninu vel, en þeir hafa verið öllum öðrum þjóðum iðnari við að þróa nýjar uppfinningar annarra og varið til þess miklu fé enda líklega auðugasta þjóð heimsins nú á tímum. JAPANIR TAKA FORYSTUNA Nýjasta dæmið um þetta er, að Jap- anir hafa tekið forystu um þróun nýrr- ar uppfinningar sem bandarískir vís- indamenn kynntu fyrstir. Sagt er að ástæðan sé fyrst og fremst sú að jap- önsk stjórnvöld leggja hærri fjárupp- hæðir í rannsóknastarfsemi en Bandaríkjamenn. Arið 1987 fengu tveir rannsókna- menn IBM-fyrirtækisins Nóbels- verðlaun fyrir að uppgötva nýja og áður óþekkta ofurleiðandi postulíns- tegund. Ofurleiðni þessa postulíns þýddi að hægt var að flytja raforku til án nokkurs orkutaps. Það var vitað þá þegar að slíkt postulín gæti leitt til þess að tölvur yrðu hundrað sinnum hraðvirkari en nú þekkist og að hægt væri að smíða rafknúnar eimreiðir sem gætu náð allt að 500 km hraða á klukkustund á loftpúðum. Eftir að bandarísku uppfmninga- mennirnir kynntu undirstöðuatriði þessarar uppgötvunar réðu þeir ekki lengur einir framvindu málanna. Jap- anir hófu sína tilraunastarfsemi á þessu sviði og nýjar kannanir benda til að Bandaríkjamenn séu að glopra nið- ur frumkvæðinu á þessu sviði, alveg eins og þeir gerðu varðandi eigin upp- götvanir með myndbönd, litasjónvörp og hálfleiðara. GLATAÐ FORYSTUHLUTVERK í skýrslu sem tækniskrifstofa Bandaríkjaþings hefur sent frá sér segir m.a.: Á fjárhagsárinu 1988 verja Banda- ríkjamenn 95 milljónum dollara til rannsókna á ofurleiðurum. En nærri helmingur upphæðarinnar er eyrna- merktur landvörnum, aðallega til að kosta tilraunir við „Stjömustríðs" — áætlunina. Japanir verja 70 milljónum dollara til sama verkefnis og hver ein- asti dollari fer í tilraun til að hagnýta kenninguna til hagsbóta fyrir almenn- ing. Japanir verja meira fé og hafa meiri mannafla við framleiðslu ofurleiðara en nokkur önnur þjóð. Bandarísk fyrirtæki að undanskildum IBM, Du Pont og AT&T leggja meiri áherslu á rannsóknir án ákveðins takmarks, „vilja bíða og sjá til hvað setur.“ Bandarísk stjórnvöld hafa á ýmsan hátt örvað vöxt og viðgang í tölvu-, hálfleiðara- og leisergeislaiðnaði í Bandaríkjunum. En sú hvatning kom helst til of seint því er það skoðun Bandaríkjamanna sjálfra að mörg önn- ur ríki, ekki síst Japan, séu orðin jafn- víg þeim á þessum sviðum og að þeir muni aldrei aftur ná því forskoti og því frumkvæði sem þeir höfðu á þessum tæknisviðum um langt skeið. - A.St. Denver, Colorado 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.