Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 24
LAUN FRIÁLS VERSLUN KANNAR TEKJUR12 HÓPA ÁRIÐ1988: ÓTRÚLEGT SAMHENGISLEYSI • STJÓRNMÁLAMENN ILLA LAUNAÐIR • TANNLÆKNIR MEÐ EINA OG • OPINBERIR EMBÆTTISMENN LEYNA HÁLFA MILUÓN Á MÁNUÐI ÁSÉR • LYFSALAR MALA GULL Á meðan skattskrár lágu frammi í júlí og ágúst kannaði Frjáls verslun tekjur 145 Islend- inga úr nokkrum starfshópum með því að forvitnast um álagt útsvar á þá vegna tekna ársins 1988. Skattskrár eru opinber gögn sem liggja frammi í tiltek- inn tíma á ári hverju eftir að álagningu opinberra gjalda lýk- ur. Með því að skoða álagt út- svar á menn er unnt að reikna út hverjar hafa verið skattskyldar tekjur þeirra á undangengnu ári. í meðfylgjandi töflum eru fjórar talnaraðir. Fyrst getur að líta álagt útsvar viðkomandi manns vegna árs- ins 1988. í næsta dálki eru sýndar skattskyldar heildartekjur ársins 1988. í þriðja dálki eru meðaltekjur á mánuði árið 1988 og í fjórða dálki eru sýndar meðaltekjur á mánuði 1988 reiknaðar til verðlags í ágúst 1989. Þá er miðað við hækkun svonefndrar launavísitölu sem nemur 12,32% frá meðaltali ársins 1988 til ágústmánað- ar 1989. Þess má geta að sú hækkun er langt undir verðbólgu á tímabilinu því hækkun byggingarvísitölu frá meðaltali ársins 1988 og fram í ágúst 1989 er 24,8%. Ákveðið var að líta á 12 hópa sem flestir eru taldir til hálaunahópa á ís- lenskan mælikvarða. Einstaklingar innan hópanna voru valdir af handa- hófi nema í hópi I. Með því að ákveða að skoða tekjur stjómenda nokkurra stærstu fyrirtækja landsins var sjálf- gefið hverjir lentu í því úrtaki en í öðrum tilvikum réðu tilviljanir því hverjir lentu í úrtaki okkar. Víst er að velja hefði mátt einhverja allt aðra hópa manna og aðra einstaklinga til skoðunar og af því sem hér birtist verða ekki dregnar neinar algildar ál- yktanir. En við lítum svo á að hér geti verið um athyglisverðar vísbendingar að ræða og samanburður milli ein- stakra hópa og manna kann að vera merkilegur. TEXTI: LÚÐVÍK ÖRN STEINARSSON OG HELGI MAGNÚSSON 24 HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA? Steingrímur Jón Skaftason Hermannsson Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur einn fjórða af tekjum yfirborgarfógetans í Reykjavík á sl. ári. Tekjur forsætisráðherra námu 268 pús. kr. á mánuði en Jón Skaftason var með meira en eina milljón á mánuði! Davíö Oddsson Guðmundur Árni Stefánsson Borgarstjórinn í Reykjavfk nær því ekki að vera tekjuhæsti sveitarstjórnarmaðurinn á land- inu enda pótt Reykjavíkurborg sé sex sinnum fjölmennari en næst stærsta sveitarfélagið! Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur meiri tekjur en Davi'ð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.