Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 24

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 24
LAUN FRIÁLS VERSLUN KANNAR TEKJUR12 HÓPA ÁRIÐ1988: ÓTRÚLEGT SAMHENGISLEYSI • STJÓRNMÁLAMENN ILLA LAUNAÐIR • TANNLÆKNIR MEÐ EINA OG • OPINBERIR EMBÆTTISMENN LEYNA HÁLFA MILUÓN Á MÁNUÐI ÁSÉR • LYFSALAR MALA GULL Á meðan skattskrár lágu frammi í júlí og ágúst kannaði Frjáls verslun tekjur 145 Islend- inga úr nokkrum starfshópum með því að forvitnast um álagt útsvar á þá vegna tekna ársins 1988. Skattskrár eru opinber gögn sem liggja frammi í tiltek- inn tíma á ári hverju eftir að álagningu opinberra gjalda lýk- ur. Með því að skoða álagt út- svar á menn er unnt að reikna út hverjar hafa verið skattskyldar tekjur þeirra á undangengnu ári. í meðfylgjandi töflum eru fjórar talnaraðir. Fyrst getur að líta álagt útsvar viðkomandi manns vegna árs- ins 1988. í næsta dálki eru sýndar skattskyldar heildartekjur ársins 1988. í þriðja dálki eru meðaltekjur á mánuði árið 1988 og í fjórða dálki eru sýndar meðaltekjur á mánuði 1988 reiknaðar til verðlags í ágúst 1989. Þá er miðað við hækkun svonefndrar launavísitölu sem nemur 12,32% frá meðaltali ársins 1988 til ágústmánað- ar 1989. Þess má geta að sú hækkun er langt undir verðbólgu á tímabilinu því hækkun byggingarvísitölu frá meðaltali ársins 1988 og fram í ágúst 1989 er 24,8%. Ákveðið var að líta á 12 hópa sem flestir eru taldir til hálaunahópa á ís- lenskan mælikvarða. Einstaklingar innan hópanna voru valdir af handa- hófi nema í hópi I. Með því að ákveða að skoða tekjur stjómenda nokkurra stærstu fyrirtækja landsins var sjálf- gefið hverjir lentu í því úrtaki en í öðrum tilvikum réðu tilviljanir því hverjir lentu í úrtaki okkar. Víst er að velja hefði mátt einhverja allt aðra hópa manna og aðra einstaklinga til skoðunar og af því sem hér birtist verða ekki dregnar neinar algildar ál- yktanir. En við lítum svo á að hér geti verið um athyglisverðar vísbendingar að ræða og samanburður milli ein- stakra hópa og manna kann að vera merkilegur. TEXTI: LÚÐVÍK ÖRN STEINARSSON OG HELGI MAGNÚSSON 24 HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA? Steingrímur Jón Skaftason Hermannsson Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur einn fjórða af tekjum yfirborgarfógetans í Reykjavík á sl. ári. Tekjur forsætisráðherra námu 268 pús. kr. á mánuði en Jón Skaftason var með meira en eina milljón á mánuði! Davíö Oddsson Guðmundur Árni Stefánsson Borgarstjórinn í Reykjavfk nær því ekki að vera tekjuhæsti sveitarstjórnarmaðurinn á land- inu enda pótt Reykjavíkurborg sé sex sinnum fjölmennari en næst stærsta sveitarfélagið! Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur meiri tekjur en Davi'ð!

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.