Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 17
VELTA HAPPDRÆTTANNA HAPPDRÆTTI HÍ SPILAKASSAR RKÍ SKYNDIHAPPDRÆTTI LOTTÓ LUKKU-TRÍÓ HAPPDRÆTTI SÍBS ÍSL. GETRAUNIR HAPPDRÆTTI DAS MARK OG MÁT BINGÓ O.FL. SAMTALS 0.0 1.5 3.0 4.5 6.0 7.5 MILLJARÐAR KRÓNA VELTA HAPPDRÆTTANNA 1988 (á verðlagi í ágúst 1989) 1797 milljónir króna 1248 milljónir króna ■■i 1248 milljónir króna ■I 942 milljónir króna 249.5 milljónir króna 218.5 milljónir króna 199.5 milljónir króna | 174,5 milljónir króna 75 milljónir króna 87 milljónir króna 6239 milljónir ■ króna gæti hleypt happdrætti af stokkunum og afleiðingin yrði sú að allir töpuðu á rekstrinum nema milliliðimir. Jón Thors tók undir þetta síðastnefnda og sagði það alþekkt að í mörgum þess- ara happdrætta bæru þeir sem fyrir þeim stæðu afar lítið úr býtum og væru dæmi þess að félagasamtök hefðu tapað stórfé á tiltækinu. LOTTÓ OG SKAFMIÐAR Eins og áður sagði snerist lukku- hjól happdrættanna tiltölulega jafnt fyrstu áratugina eftir að því var hleypt af stað. Segja má að á síðustu þremur árum hafi orðið bylting á þessu sviði og tvenns konar happdrætti að er- lendri fyrirmynd rutt sér til rúms: Lottó og skafmiðahappdrætti. Þegar íslensk Getspá hóf starf- semi haustið 1986 greip mikið lottó- æði um sig meðal landsmanna. Vil- hjálmur Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri íslenskrar Getspár, sagði í samtali við Frjálsa verslun að viðtök- ur hefðu frá upphafi verið framar öll- um vonum og þar væri skýringar m.a. að leita í nýjungagimi landsmanna. Lottóið væri ódýrt, það hefði náð fót- festu á undan skafmiðunum og það hefði verið fólki kærkominn valkostur í stað gíróseðlanna frá hefðbundnum skyndihappdrættum líknarsamtaka og stjórnmálaflokka. Að sögn Vilhjálms virtist sem aukið framboð hvers konar happdrætta á síðustu misserum hefði ekki skert áhuga manna fyrir lottóinu. Salan hefði verið mjög góð á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs væri ekki hægt að kvarta undan samdrætti. Hann var því bjartsýnn á framtíðina og kvaðst ekki vera í vafa um að lottóið héldi hlut sínum og vel það á næstu árum. Happdrætti Háskóla íslands varð fyrst til að gefa út skafmiða hér á landi, en áður hafði Rauði krossinn verið með smámiðahappdrætti af svipuðum toga. Síðan fylgdu fleiri í kjölfarið: Landssamband hjálpar- sveita skáta bauð fram Lukkutríó haustið 1987, Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið kynntu Bíla- þrennu, Gullmoli DAS sá dagsins ljós, Ferðaþristur Ungmennafélags Ölfuss fór af stað og Fjarki Skáksambandsins og HSÍ bættist í hópinn. Fleiri aðilar kunna að hafa reynt fyrir sér á þessu sviði en eitt er víst að árangurinn varð misjafn. Jóhannes L.L. Helgason hjá Happaþrennu Háskólans sagði í sam- tali að þar sem þeir hefðu verið fyrstir með skafmiðana hefðu þeir náð góðu forskoti sem þeir hefðu enn. Því væri þó ekki að neita að verulegs sam- dráttar hefði gætt síðustu mánuði en nú væri landið aftur farið að rísa eftir að 100 kr. miðinn kom á markað. Tryggvi Páll Friðriksson hjá Lukkutríói tók í sama streng. Hann sagði að sala hefði dalað mjög síðustu mánuði og bætti því við að skýringar- innar væri að leita í því að allt of marg- ir hefðu fengið leyfi til fjáröflunar með þessum hætti. Nú væri svo komið að allir töpuðu á skafmiðunum nema Há- American Express hið alþjóðlega greiðslukort Þér býðst nú að sækja um það greiðslukort sem hvað gagnlegast er ferðafólki í viðskiptaerindum erlendis. A 2.6 milljón stöðum um allan heim er einmitt þetta kort hinn velkomni greiðslumiðill. 1.600 ferðaskrifstofur American Express og samstarfsaðila þess, standa hvarvetna korthöfum opnar. í síma (91) 603060 getur þú fræðst nánar um hvernig hin fjölþætta gagnsemi American Express kortsins nýtist þér sem best erlendis. „ UTSÝN Cards 'AKlEHICÁhJl ■I^SSÍss A lfnhnbbsi /A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.