Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 17

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 17
VELTA HAPPDRÆTTANNA HAPPDRÆTTI HÍ SPILAKASSAR RKÍ SKYNDIHAPPDRÆTTI LOTTÓ LUKKU-TRÍÓ HAPPDRÆTTI SÍBS ÍSL. GETRAUNIR HAPPDRÆTTI DAS MARK OG MÁT BINGÓ O.FL. SAMTALS 0.0 1.5 3.0 4.5 6.0 7.5 MILLJARÐAR KRÓNA VELTA HAPPDRÆTTANNA 1988 (á verðlagi í ágúst 1989) 1797 milljónir króna 1248 milljónir króna ■■i 1248 milljónir króna ■I 942 milljónir króna 249.5 milljónir króna 218.5 milljónir króna 199.5 milljónir króna | 174,5 milljónir króna 75 milljónir króna 87 milljónir króna 6239 milljónir ■ króna gæti hleypt happdrætti af stokkunum og afleiðingin yrði sú að allir töpuðu á rekstrinum nema milliliðimir. Jón Thors tók undir þetta síðastnefnda og sagði það alþekkt að í mörgum þess- ara happdrætta bæru þeir sem fyrir þeim stæðu afar lítið úr býtum og væru dæmi þess að félagasamtök hefðu tapað stórfé á tiltækinu. LOTTÓ OG SKAFMIÐAR Eins og áður sagði snerist lukku- hjól happdrættanna tiltölulega jafnt fyrstu áratugina eftir að því var hleypt af stað. Segja má að á síðustu þremur árum hafi orðið bylting á þessu sviði og tvenns konar happdrætti að er- lendri fyrirmynd rutt sér til rúms: Lottó og skafmiðahappdrætti. Þegar íslensk Getspá hóf starf- semi haustið 1986 greip mikið lottó- æði um sig meðal landsmanna. Vil- hjálmur Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri íslenskrar Getspár, sagði í samtali við Frjálsa verslun að viðtök- ur hefðu frá upphafi verið framar öll- um vonum og þar væri skýringar m.a. að leita í nýjungagimi landsmanna. Lottóið væri ódýrt, það hefði náð fót- festu á undan skafmiðunum og það hefði verið fólki kærkominn valkostur í stað gíróseðlanna frá hefðbundnum skyndihappdrættum líknarsamtaka og stjórnmálaflokka. Að sögn Vilhjálms virtist sem aukið framboð hvers konar happdrætta á síðustu misserum hefði ekki skert áhuga manna fyrir lottóinu. Salan hefði verið mjög góð á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs væri ekki hægt að kvarta undan samdrætti. Hann var því bjartsýnn á framtíðina og kvaðst ekki vera í vafa um að lottóið héldi hlut sínum og vel það á næstu árum. Happdrætti Háskóla íslands varð fyrst til að gefa út skafmiða hér á landi, en áður hafði Rauði krossinn verið með smámiðahappdrætti af svipuðum toga. Síðan fylgdu fleiri í kjölfarið: Landssamband hjálpar- sveita skáta bauð fram Lukkutríó haustið 1987, Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið kynntu Bíla- þrennu, Gullmoli DAS sá dagsins ljós, Ferðaþristur Ungmennafélags Ölfuss fór af stað og Fjarki Skáksambandsins og HSÍ bættist í hópinn. Fleiri aðilar kunna að hafa reynt fyrir sér á þessu sviði en eitt er víst að árangurinn varð misjafn. Jóhannes L.L. Helgason hjá Happaþrennu Háskólans sagði í sam- tali að þar sem þeir hefðu verið fyrstir með skafmiðana hefðu þeir náð góðu forskoti sem þeir hefðu enn. Því væri þó ekki að neita að verulegs sam- dráttar hefði gætt síðustu mánuði en nú væri landið aftur farið að rísa eftir að 100 kr. miðinn kom á markað. Tryggvi Páll Friðriksson hjá Lukkutríói tók í sama streng. Hann sagði að sala hefði dalað mjög síðustu mánuði og bætti því við að skýringar- innar væri að leita í því að allt of marg- ir hefðu fengið leyfi til fjáröflunar með þessum hætti. Nú væri svo komið að allir töpuðu á skafmiðunum nema Há- American Express hið alþjóðlega greiðslukort Þér býðst nú að sækja um það greiðslukort sem hvað gagnlegast er ferðafólki í viðskiptaerindum erlendis. A 2.6 milljón stöðum um allan heim er einmitt þetta kort hinn velkomni greiðslumiðill. 1.600 ferðaskrifstofur American Express og samstarfsaðila þess, standa hvarvetna korthöfum opnar. í síma (91) 603060 getur þú fræðst nánar um hvernig hin fjölþætta gagnsemi American Express kortsins nýtist þér sem best erlendis. „ UTSÝN Cards 'AKlEHICÁhJl ■I^SSÍss A lfnhnbbsi /A

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.