Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 6
5 RITSTJÓRNARGREIN
8 FRÉTTIR
14 HAPPDRÆTTISÆÐI
ÍSLENDINGA
Áætlað er að íslendingar hafi varið 6
milljörðum króna í happdrætti á síðasta
ári sem eru um það bil 25 þúsund krónur
á hvert mannsbam í landinu og nærri 100
þús. kr. á fjölskyldu. Við bregðum að
þessu sinni ljósi á þennan markað og
birtum m.a. tölur sem sýna stærð og
umfang hinna einstöku happdrætta. Þar
kemur margt athyglisvert fram og sumt
af því kemur verulega á óvart. í
umfjölluninni er þess freistað að svara
ýmsum áleitnum spumingum: Hve stór
er happdrættismarkaður íslendinga?
Hvaða leikreglur gilda á þeim vettvangi?
Hve miklum flármunum verjum við til
þessara lukkuhjóla hverdagsins? Hvernig
er þessum málum háttað í samanburði
við önnur vestræn lönd? Og síðast en
ekki síst: Hefur lukkuhjólið ætt
stjómlaust áfram og er það á góðri leið
með að kremja í hjólfarinu þær vonir
sem bundnar vom við það í upphafi?
24 LAUNAKJÖR
Þegar skattskrár vegna tekna ársins
1988 lágu frammi kannaði Frjáls verslun
launakjör 12 hópa í þjóðfélaginu sem
flestir hverjir em taldir til hálaunahópa.
Nokkrir einstaklingar vom valdir af
handahófi í hverjum hópi og skattskyldar
tekjur þeirra á árinu 1988 reiknaðar út á
gmndvellu álagðs útsvars á þá sem fram
kemur í skattskrám. Athugun þessi leiðir
margar merkilegar staðreyndir í ljós og
vekur e.t.v. fleiri spumingar en hún
svarar. Fram koma laun 145 íslendinga á
árinu 1988. Hópamir 12 em: Stjómendur
nokkurra af stærstu fyrirtækjum
landsins, stjórnmálamenn,
sveitarstjórnarmenn, verkalýðsleiðtogar
og forsvarsmenn vinnuveitenda,
opinberir embættismenn, fógetar og
sýslumenn, lögfræðingar,
endurskoðendur, læknar, tannlæknar,
lyfsalar, arkitektar og verkfræðingar.
30 VIÐTAL VIÐ STEIN
LÁRUSSON
Frjáls verslun heimsótti Stein Lámsson í
London en hann er framkvæmdastjóri
Flugleiða á Bretlandseyjum. Rætt er við
Stein um ferðaþjónustuna á íslandi og
störf þeirra manna sem fást við að selja
útlendingum ferðir til íslands. Hann er
ómyrkur í máli, talar tæpitungulaust og
byggir á 30 ára reynslu í þessari
atvinnugrein. Fram kemur hjá Steini að
hann telur að íslendingar gætu náð miklu
meiri árangri í innflutningi ferðamanna til
íslands en til þess þurfi að koma
skilningur stjómvalda á mikilvægi
ferðaþjónustunnar. Þá er hann ekki að
tala um skilning stjómvalda í orðum -
heldur í verki.
33 EINAR J.SKÚLAS0N
Rætt er við Kristján Auðunsson
framkvæmdastjóra tölvufyrirtækisins
Einars J. Skúlasonar hf. sem náð hefur
glæsilegum söluárangri og stækkað
gífurlega á nokkrum undanförnum ámm.
Á skömmum tíma hefur fyrirtækið
komist í hóp hinna stóm á íslenska
tölvumarkaðnum. Við leitum eftir því hjá
Kristjáni hver sé lykillinn að velgengni
fyrirtækisins undir hans stjóm.
38 ERLENT
40 TÆKJAHÖNNUN
Hvernig ætli sé að vera ábyrgur fyrir
hönnunarstefnu eins stærsta
tækjafyrirtækis heims? Við fáum svör
við því í viðtali sem dr. Öm D. Jónsson
átti fyrir Fijálsa verslun við Robert
Blaich hönnunarstjóra Philips þar sem
m.a. er fjallað um það hvemig útlit
rafeindatækja tekur breytingum og hvað
er frammundan á þeim vettvangi.
45 ÍSLENSK FYRIRTÆKI
Viðskiptahandbókin íslensk fyrirtæki
verður 20 ára á næsta ári. Hafinn er
undirbúningur að útgáfu bókarinnar með
söfnun alhliða upplýsinga um
viðskiptalífið á íslandi.
6