Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR ISLANDSBANKI: ÞRÍR SJÓÐIR SAMEINAST Fyrir liggur ad verdbréfa- markaðir Iðnaðarbank- ans, Útvegsbankans og Alþýðubankans verða sameinaðir í einn verð- bréfamarkað á næstunni. Stefnt er að því að sam- eining þeirra geti farið fram fyrir áramót. Sam- eining verðbréfamark- aðanna er mjög aðgengi- leg þar sem þeir eru hver um sig að öllu leyti í eigu viðkomandi banka. Hins vegar er alls ekki víst að til sameiningar fjármögnunarfyrirtækj - anna Glitnis og Féfangs komi þar sem þau eru ekki að öllu leyti í eigu bankanna. Verslunar- bankinn á með beinum og óbeinum hætti um þriðj- ung í Féfangi og Glitnir er að meirihluta til í eigu út- lendinga en Iðnaðarbank- inn á minnihlutann. Sömu sögu er að segja um Fjárfestingarfélag Is- lands hf. Fátt bendir til að bankasameiningin muni hafa áhrif á rekstrarfyrir- komulag þess. Verslun- arbankinn á um 31% fé- lagsins, Eimskip 25% og Lífeyrissjóður Verslun- armanna 10%. Fróðlegt verður að sjá hvort bankasameiningin muni hafa áhrif á starf- semi kreditkortafyrir- tækjanna. Islandsbanki mun eiga 50% í Eurocard- fyrirtækinu og 13% í VÍSA ísland og verða þar með fyrsti bankinn sem á í báðum fyrirtækjunum. Talið er fremur ólíklegt að það fyrirkomulag verði til frambúðar. FLUGLEIÐIR: HAGNAÐUR AF FLUGVELUM Ákvörðun Flugleiða um kaup á 5 nýjum Boeing þotum fyrir á ann- an tug milljarða króna er stærsta fjárfestingará- kvörðun sem íslenskt einkafyrirtæki hefur tek- ið. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar hefur félagið verið ákaflega heppið með þessar þýð- ingarmiklu ákvarðanir sínar því verð á þessum flugvélum er sagt vera mjög hátt og fara hækk- andi á heimsmarkaði. Um þessar mundir er vöntun á þotum og framleiðendur þeirra hafa ekki undan við framleiðsluna. Talið er að framhald verði á að eftirspurn eftir farþega- þotum verði meiri en framboðið og því muni verð á þeim hækka áfram. Talið er að Flugleiðir geti selt þær Boeing þot- ur sem félagið á nú í smíð- Flugleiðir hagnast á flug- vélum í smíðum. um með umtalsverðum hagnaði ef það þætti henta. Þá er verið að tala um tveggja til þriggja milljón dollara hagnað á vél - einungis fyrir að yfir- taka samninginn. Ekki er talið að nein áform séu uppi hjá Flug- leiðum um annað en að taka þoturnar í notkun en ljóst er að félagið hefur bætt fjárhagsstöðu sína um hundruði milljóna króna með því að festa kaupverð á þotum sem fara hækkandi í verði á heimsmarkaði. Sverrir Arngrímsson. SVERRIR TIL MVB Meistara- og verktaka- samband byggingar- manna hefur ráðið Sverri Arngrímsson viðskipta- fræðing í starf fram- kvæmdastjóra sam- bandsins. Sverrir er 33 ára. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1981 og réði sig skömmu síðar sem fjármálastjóra hjá málningarverksmiðj- unni Hörpu hf. og gengdi því starfi þar til hann tók við núverandi stöðu. Á námsárum sínum vann Sverrir í Iðnaðarbankan- um og hjá B.M.Vallá. Meistara- og verktaka- samband byggingar- manna er heildarsamb- and byggingarmanna á landinu öllu og gætir hagsmuna þeirra á vinn- umarkaðnum, gagnvart stjórnvöldum og öðrum. Formaður sambandsins er Gunnar S. Björnsson. SAMSOLUBRAUÐ EFSTIHUGA Fyrr í sumar fór fram skoðanakönnun þar sem hringt var í 800 síman- úmer og spurt m.a. um sj ónvarpsauglýsingar sem fólk myndi eftir. Nið- urstaðan var sú að mest hafði verið tekið eftir auglýsingum um Sam- sölubrauð. Aldursskipt- ing, kynjaskipting og landssvæðaskipting breytti engu um forystu Samsölubrauðanna. Meðal annarra sjón- varpsauglýsinga sem fólk hafði tekið eftir má nefna Eurocard, Coca Cola og Áfengisvandamálið. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.