Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 9

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 9
FRETTIR ISLANDSBANKI: ÞRÍR SJÓÐIR SAMEINAST Fyrir liggur ad verdbréfa- markaðir Iðnaðarbank- ans, Útvegsbankans og Alþýðubankans verða sameinaðir í einn verð- bréfamarkað á næstunni. Stefnt er að því að sam- eining þeirra geti farið fram fyrir áramót. Sam- eining verðbréfamark- aðanna er mjög aðgengi- leg þar sem þeir eru hver um sig að öllu leyti í eigu viðkomandi banka. Hins vegar er alls ekki víst að til sameiningar fjármögnunarfyrirtækj - anna Glitnis og Féfangs komi þar sem þau eru ekki að öllu leyti í eigu bankanna. Verslunar- bankinn á með beinum og óbeinum hætti um þriðj- ung í Féfangi og Glitnir er að meirihluta til í eigu út- lendinga en Iðnaðarbank- inn á minnihlutann. Sömu sögu er að segja um Fjárfestingarfélag Is- lands hf. Fátt bendir til að bankasameiningin muni hafa áhrif á rekstrarfyrir- komulag þess. Verslun- arbankinn á um 31% fé- lagsins, Eimskip 25% og Lífeyrissjóður Verslun- armanna 10%. Fróðlegt verður að sjá hvort bankasameiningin muni hafa áhrif á starf- semi kreditkortafyrir- tækjanna. Islandsbanki mun eiga 50% í Eurocard- fyrirtækinu og 13% í VÍSA ísland og verða þar með fyrsti bankinn sem á í báðum fyrirtækjunum. Talið er fremur ólíklegt að það fyrirkomulag verði til frambúðar. FLUGLEIÐIR: HAGNAÐUR AF FLUGVELUM Ákvörðun Flugleiða um kaup á 5 nýjum Boeing þotum fyrir á ann- an tug milljarða króna er stærsta fjárfestingará- kvörðun sem íslenskt einkafyrirtæki hefur tek- ið. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar hefur félagið verið ákaflega heppið með þessar þýð- ingarmiklu ákvarðanir sínar því verð á þessum flugvélum er sagt vera mjög hátt og fara hækk- andi á heimsmarkaði. Um þessar mundir er vöntun á þotum og framleiðendur þeirra hafa ekki undan við framleiðsluna. Talið er að framhald verði á að eftirspurn eftir farþega- þotum verði meiri en framboðið og því muni verð á þeim hækka áfram. Talið er að Flugleiðir geti selt þær Boeing þot- ur sem félagið á nú í smíð- Flugleiðir hagnast á flug- vélum í smíðum. um með umtalsverðum hagnaði ef það þætti henta. Þá er verið að tala um tveggja til þriggja milljón dollara hagnað á vél - einungis fyrir að yfir- taka samninginn. Ekki er talið að nein áform séu uppi hjá Flug- leiðum um annað en að taka þoturnar í notkun en ljóst er að félagið hefur bætt fjárhagsstöðu sína um hundruði milljóna króna með því að festa kaupverð á þotum sem fara hækkandi í verði á heimsmarkaði. Sverrir Arngrímsson. SVERRIR TIL MVB Meistara- og verktaka- samband byggingar- manna hefur ráðið Sverri Arngrímsson viðskipta- fræðing í starf fram- kvæmdastjóra sam- bandsins. Sverrir er 33 ára. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1981 og réði sig skömmu síðar sem fjármálastjóra hjá málningarverksmiðj- unni Hörpu hf. og gengdi því starfi þar til hann tók við núverandi stöðu. Á námsárum sínum vann Sverrir í Iðnaðarbankan- um og hjá B.M.Vallá. Meistara- og verktaka- samband byggingar- manna er heildarsamb- and byggingarmanna á landinu öllu og gætir hagsmuna þeirra á vinn- umarkaðnum, gagnvart stjórnvöldum og öðrum. Formaður sambandsins er Gunnar S. Björnsson. SAMSOLUBRAUÐ EFSTIHUGA Fyrr í sumar fór fram skoðanakönnun þar sem hringt var í 800 síman- úmer og spurt m.a. um sj ónvarpsauglýsingar sem fólk myndi eftir. Nið- urstaðan var sú að mest hafði verið tekið eftir auglýsingum um Sam- sölubrauð. Aldursskipt- ing, kynjaskipting og landssvæðaskipting breytti engu um forystu Samsölubrauðanna. Meðal annarra sjón- varpsauglýsinga sem fólk hafði tekið eftir má nefna Eurocard, Coca Cola og Áfengisvandamálið. 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.