Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 51
Ian Mcfarlane telur fiskeldi í flotkvíum vera of áhættusamt á Islandi. ferðafræðinni ófullkomin, hönnunar- og stjórnunarviðmið h'tt þekkt og að hagnaður hefur aðeins orðið til við undantekningaraðstæður þar sem ijármögnunar- eða fjárfestingarað- stæður hafa verið óvenjulegar. Ef við gerðum aldrei neitt nýtt þá yrðu aldrei neinar framfarir. Ég man vel afstöðu yfirgnæfandi meirihluta sérfræðinga á sjöunda áratugnum sem lýstu því hiklaust yfir að eldi Atl- antshafslaxs væri ómögulegt og yrði ómögulegt. Ég vil því ekki halda því fram að laxeldi í landi geti ekki gengið á íslandi, hvorki frá tæknilegu né við- skiptalegu sjónarmiði, ég vil aðeins hvetja menn til að gera sér grein fyrir því að það er ekki óhjákvæmilegt að það gangi, sama hversu miklum fjár- munum kosið er að veija til þess. Viðurkenning á því að laxeldi á ís- landi þurfi óhjákvæmilega að eiga sér stað í landi með miklum fjárfestingar- kostnaði sem því fylgir (sérstaklega vegna íslenskrar veðráttu) leiðir til annarrar niðurstöðu sem líka er óhjá- kvæmileg — að íslensk laxeldisfyrir- tæki geti ekki verið smá. í flotkvíaeldi er einungis hægt að ná takmarkaðri hagkvæmni. Sérhver kví er í grund- vaUaratriðum ein fullkomin eldisein- ing. Fiskeldi í landi er öðruvísi farið. Aðstaðan og ýmiss konar þjónusta er GAGNRÝNIÁ FISKELDI Frjáls verslun hefur fengið til birt- ingar athyglisverða grein eftir skoskan sérfræðing á sviði fiskeldis, Ian S. Macfarlane, sem íjallar um framtíð fiskeldis á íslandi. í greininni kemur fram mikil gagnrýni á vinnubrögð manna og framgang mála í fiskeldinu hér á landi. Blaðinu þótti þvl ástæða til að leita jafnframt álits hjá talsmanni fiskeldisfyrirtækja hér á landi. Því eru einnig birtar athugasemdir frá Guð- mundi G. Þórarinssyni alþingismanni og formanni Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva en við báðum hann að lesa grein Macfarlane og láta álit sitt í ljós. Vert er að gera sér grein fyrir að fiskeldi á íslandi er að verða þýðingar- mikil atvinnugrein og miklu varðar að vel takist til um framhaldið. Það er því forvitnilegt að freista þess að átta sig á því hvort íslendingar séu á réttri leið á þessum vettvangi eða á leið út í ógöng- ur. Á árinu 1988 var fjöldi ársstarfa í fiskeldi hér á landi rúmlega 300 og heildarverðmæti fiskeldisafurða nam þá um 1 milljarði króna. Talið er að framleiðsluverðmæti í greininni á yfir- standandi ári geti numið um 2 milljörð- um króna og rætt er um að útflutnings- verðmætið geti orðið 5 milljarðar á ár- inu 1990 - svo fremi að atvinnugreinin verði ekki fyrir alvarlegum truflunum og óvæntum áföllum. Kynning á höfundi Ian Macfarlane fæddist í Skotlandi 1943. Hann lauk B.Sc. prófi frá Lund- únaháskóla 1965 með dýralækningar m.t.t. sníkjudýra sem sérgrein og M.Sc. prófi 1968 með ritgerð í fiskir- ækt. Árið 1971 setti hann á stofn sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði fiskeldis. Það fyrirtæki Fish Farm Development Limited (FFD) er nú orðið að 9 fyrir- tækjum í Englandi, Skotlandi, Grikk- landi og á Kýpur með ársveltu upp á tæpan hálfan milljarð íslenskra króna. FFD fyrirtækin hafa byggt í kring- um 40 fiskeldis- og klakstöðvar og stjómað meira en 45 í Afríku, Mið- Austurlöndum, Miðjarðarhafi, Austur- löndun fjær og Evrópu. Þeirra sér- grein er að „bjarga“ fiskeldisfyrirtækj- um sem em starfshæf frá tæknilegu sjónarmiði en skortir fullnægjandi stjómun. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.